Húnavaka - 01.05.1974, Síða 153
HÚNAVAKA
149
marga þá frændur. Þeir Magnús Björnsson, hinn landskunni hún-
vetnski fræðaþulur, og Guðmundur voru bræðrasynir.
Jaltobína Ingueldur Þorsteinsdóttir, húsfreyja Vöglum í Vatnsdal,
andaðist 2. ágúst á Landsspítalanum í Reykjavík. Hún var fædd 1.
mars 1901 að Stóru-Hlíð í Víðidal. Foreldrar hennar voru lijónin
Þorsteinn Gíslason bóndi þar og kona hans Rósa Sæmundsdóttir.
Ung að árnm var hún tekin til fósturs af Ingveldi Sigurðardóttur og
manni hennar Jakobi Sæmundssyni, er var móðurbróðir Jakobínu.
Þau bjuggu að Stóra-Hvarfi í Víðidal, fjallabýli er nú er komið í
eyði, þar sem hún ólst upp til fullorðinsára.
Árið 1932 fluttist hún í Vatnsdal, þar sem hún átti lieimili til
dauðadags. Fyrst að Undirfelli hjá Hannesi Pálssyni og Hólmfríði
Jónsdóttur. En þar dvaldi hún um tveggja ára skeið. Þar kynntist
hún eftirlifandi manni sínum, Ingólfi Konráðssyni frá Gilhaga í
Vatnsdal, en þau gengu í hjónaband 27. júní 1937. Hófu þau bú-
skap að Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, í húsmennsku, og dvöldu þar
til ársins 1935 er Jrau flytja að Vöglum í Vatnsdal, þar sem ihún bjó
til æviloka. Eignuðust þau hjón tvo sonu, Ragnar Helga, er búið
hefir í sambýli við móður sína, og Óskar Hjörleif, sem kvæntur er
Sigríði Árnadóttur, hjúkrunarkonu, og búsett eru í Keflavík.
Jakobína var í mörgu sérstæður persónuleiki. Hún deildi alla ævi
hörðum kjörum fjallbýlingsins. Hún var félagslynd og bókelsk og
sameinaði í fari sínu vingjarnlegt viðmót, yfirlætisleysi, andlegt
Jíiek, hógværð og vitsmuni. Hún var unnandi fögrum og göfugum
málefnum og lét nær árlega renna af sínum litlu efnum til hinna
ýmsu þjóðjrrifamála.
Sigríður Helga Jónsdóttir, andaðist 17. ágúst á H.A.H., Blöndu-
ósi. Hún var fædd 30. september árið 1887 að Hnjúki í Vatnsdal.
Foreldrar hennar voru hjónin Jón Sigfússon og Guðbjörg Baldurs-
dóttir er ættuð voru úr Víðidal og Vesturhópi, en þau voru Jrá
vinnuhjú hjá Hallgrími Jónssyni bónda á Hnjúki. Frá Hnjúki
fluttu þau að Koti í Vatnsdal, sem nú er nefnt Sunnuhlíð, en Jrar
bjuggu þau um sjö ára skeið. Þaðan fluttu ]>au að Forsæludal og
bjuggu ])ar um tveggja ára skeið. Þá brugðu foreldrar hennar búi.
Var hún Jrá komin fram yfir fermingaraldur og skildu Jrá leiðir með
'henni og foreldrum hennar. Þau réðust í húsmennsku að Ási í Vatns-