Húnavaka - 01.05.1974, Page 155
HÚNAVAKA
151
flutti hann að Ytra-Tungukoti, sem nú heitir Ártún, og ári síðar
kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Ósk Skarphéðinsdóttur
frá Mörk á Laxárdal. Hófu þau búskap sinn að Ytra-Tungukoti og
bjuggu þar uin fimm ára skeið, eða þar til þau fluttu til Blönduóss,
þar sem hann átti heimili sitt til dauðadags.
Öll búskaparár sín vann hann jafnhliða að trésmíðum og sl. 20 ár
var hann starfsmaður á Trésmíðaverkstæðinu Stíganda á Blönduósi.
Segja má að sönglíf og tónmennt hafi mótað líf Guðmanns allt
frá æskuárum hans. Frá árinu 1922 söng hann eða spilaði í hinum
ýmsu kirkjum héraðsins. Hann var forsöngvari í Bólstaðarhlíðar-
kirkju í fimm ár, í Höskuldsstaðakirkju í ellefu ár. Við Blönduóss-
kirkju hefir hann starfað yfir 30 ár. í nokkur ár var hann formaður
sóknarnefndar og meðhjálpari.
Árið 1923 tók hann fyrst þátt í kórsöng. Var Guðmann einn af
stofnendum Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps árið 1925. í honum
starfaði hann í átta ár, og var kosinn heiðursfélagi á 35 ára afmæli
hans. Allt frá árinu 1944 hefir liann ýmist stjórnað eða sungið með
kórum, er starfað hafa á Blönduósi. Nú síðast með Karlakórnum
Vökumönnum til dauðadags.
Einnig fékkst Guðmann allmikið við tónsmíðar og er lagið Húna-
byggð, með ljóði Páls Kolka, kunnast. Má segja að það sé orðið
héraðssöngur Húnvetninga.
Á félagsmálasviðinu kom Guðmann einnig við sögu. Sat hann í
stjórn Verkalýðsfélags A.-Hún. á annan áratug. Hann var einn af
stofnendum Iðnaðarmannafélags A.-Hún. Sat hann í stjórn félagsins
í fulla tvo áratugi. Sótti hann og mörg þing Landssambands iðnaðar-
manna, sem fulltrúi félagsins. Á 30 ára afmæli Iðnaðarmannafélags-
ins var hann kosinn heiðursfélagi þess. Um skeið sat Guðmann í
sýslunefnd A.-Hún.
Guðmann var maður traustur, vinsæll og vinmargur. Með honum
er horfinn rnikill og farsæll félagsmálamaður er markað hefur spor
í samtíð sína.
Sveinbjörg Helga Jónsdóttir Blöndal, ekkja, Brúsastöðum í Vatns-
dal, andaðist 4. okt. á H.A.H. Hún var fædd 7. júlí árið 1896 að
Blöndubakka. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Helgason bóndi í
Skrapatungu og síðar verkamaður á Blönduósi og kona hans Ragn-
heiður Ingibjörg Sveinsdóttir frá Enni, en hún var af hinni svo-