Húnavaka - 01.05.1974, Síða 156
152
HÚNAVAKA
nefndu Hnjúkaætt. Sveinbjörg var elst 14 systkina. Ung að árum
tók hún þátt í öllum þeim störfum heimilisins er að kölluðu, svo
sem að annast yngri systkini sín, þar sem hún var elst þeirra eins og
áður er sagt. Naut hún því lítillar skólagöngu, og saknaði hún þess
ætíð, enda mjög bókhneigð.
Árið 1918 réðist Sveinbjörg í Vatnsdalinn, fyrst sem vetrarstúlka
að Haukagili og síðar kaupakona að Saurbæ og enn síðar sem ráðs-
kona til Benedikts Björnssonar Blöndal, er hún giftist þann 7. júlí
1920. Benedikt var hinn ágætasti rnaður, en hann var 4. maður frá
Birni sýslumanni Blöndal í Hvammi í Vatnsdal. Benedikt lést þann
8. júlí 1968.
Bjuggu þau hjón allan sinn búskap að Brúsastöðum í Vatnsdal,
í sambýli við Margréti systur Benedikts og mann hennar Kristján
Sigurðsson kennara, og féll aldrei skuggi á sambýli þeirra systkina.
Var Brúsastaðaheimilið jafnan rnikið rausnar og menningarheimili.
Var hjónaband þeirra mjög gott og reyndist hún manni sínum góð-
ur og traustur lífsförunautur um nær hálfrar aldar skeið og annaðist
hún hann af mikilli kostgæfni.
Þau hjón eignuðust eina dóttur barna, Ragnheiði, sem er gift
Lárusi Konráðssyni, en þau búa á föðurleifð Ragnheiðar, Brúsa-
stöðum. Einnig ólu þau upp Auði Þorbjörnsdóttur, er var bróður-
dóttir Sveinbjargar.
Sveinbjörg var mikil húsmóðir, er helgaði manni sínum og fjöl-
skyldu alla krafta sína á langri ævi. Hún var vel lesin og margfróð
eins og áður er sagt, og hógvær í framkomu svo af bar. Hún var
verndari og vinur dýranna, meiri en almennt gerist
Jóhannes Hinriksson, verkam. Skagaströnd, andaðist 27. október
á Skagaströnd. Hann var fæddur 21. janúar árið 1904, að Leysingja-
stöðum í Þingi. Foreldrar hans voru hjónin Hinrik Magnússon og
kona hans Helga Jóhannesdóttir er bjuggu um skeið á Harastöðum
í Víðidal í V.-Hún. og víðar. Voru börn þeirra hjóna tvö. Auk Jó-
hannesar dóttir að nafni Magdalena, sem búsett er í Stykkishólmi.
Þriggja ára gamall missti hann móður sína. Á uppvaxtarárum
sínum var hann í vist með föður sínum, í húsmennsku og vinnu-
mennsku víða á bæjum í Vesturhópi og Sveinsstaðahreppi.
Haustið 1925 innritaðist hann í Bændaskólann á Hvanneyri. Var
hann þar við nám um tveggja vetra skeið og útskrifaðist þaðan sem