Húnavaka - 01.05.1974, Side 157
HÚNAVAKA
153
búfræðingur, vorið 1927. Um árabil bjó Hinrik faðir hans með
Ingibjörgu Jónsdóttur, sem búsett er í Reykjavík og annaðist lnin
Jóhannes, sem sinn eigin son.
Að námi loknu réðist hann, sem vinnumaður víða á bæi í Sveins-
staðahreppi. Þann 15. maí 1937 gekk Jóhannes að eiga eftirlifandi
eiginkonu sína, Sigurlaugu Eðvarðsdóttur frá Helgavatni. Hófu þau
búskap að Hólabaki í Sveinsstaðahreppi þá um vorið og bjuggu þar
um sjö ára skeið, en árið 1944 fluttu þau að Háagerði á Skagaströnd
og bjuggu þar í þrjú ár. Þau hjón fluttu til Skagastrandar árið 1947
og áttu heimili sitt að Ásholti, þar sem hann bjó til dauðadags.
Stundaði hann jafnan búskap, jafnhliða annarri vinnu.
Eignuðust þau hjón fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi en þau
eru: Eðvarð, sjómaður, en hann er kvæntur Margréti Sigurgeirs-
dóttur og búsettur í Reykjavík, Helga, gift Sveini Ingólfssyni odd-
vita á Skagaströnd, og Hinrik, sem dvelur á heimili móður sinnar.
Jóhannes var mikill félagsmálamaður og miklum hæfileikum
gæddur. Hann sat í stjórn Kaupfélags Skagstrendinga í 13 ár, þar af
stjórnarformaður í 8 ár. í stjórn Búnaðarfélags Höfðahrepps frá
1948 og til æviloka, þar af formaður í 7 ár. í kjörstjórn Höfðahrepps
sat hann um 12 ára skeið. Öllum þessum störfum gegndi hann með
stakri samviskusemi og dugnaði og „kom vel fram í hverju máli“,
eins og einn samstarfsmaður hans um langan aldur komst að orði.
Emelia Kristjánsdóttir Blöndal, andaðist 13. nóvember á H.A.H.
Hún var fædd 31. mars árið 1900 að Gilsstöðum í Vatnsdal. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Kristján Lárusson Blöndal, sýslumanns á
Kornsá og kona hans Jósefína Magnúsdóttir, er bjuggu allan sinn
búskap á Gilsstöðum.
Emelía ólst upp á heimili foreldra sinna á Gilsstöðum. Var hún
næst elst 9 systkina og eru tvö þeirra á lífi, Magnús bóndi á Gils-
stöðum og Laufey, búsett í Hjarðarholti syðra. Innan við tvítugs-
aldur dvaldi hún á Siglufirði hjá föðurbróður sínum Jósef Blöndal,
og vann þar við símaþjónustu. Árið 1920 innritaðist hún í Kvenna-
skólann á Blönduósi og lauk þaðan námi, m. a. í hannyrðum.
Eftir það dvaldi hún lengst af í heimahúsum. En ung að árurn
tók hún að kenna sjúkleika þess, er átti eftir að ágerast er tímar liðu,
og þjá hana til dauðadags.
Emelía var mikil hannyrðakona og saumaði um langt skeið víða