Húnavaka - 01.05.1974, Page 158
154
HÚNAVAKA
á bæjum í Vatnsdal. Frá árinu 1954 bjó hún ásamt bróður sínum,
Magnúsi, á Gilsstöðum, uns hún fór sem sjúklingur á H.A.H. á
Blönduósi vorið 1973.
Emelía var söngelsk vel og nam orgelleik í æsku á heimili sínu, en
Gilsstaðaheimilið var jafnan þekkt fyrir söng og hljóðfæraslátt. Hún
söng um áratuga skeið í kirkjukór Undirfellskirkju.
Sr. Arni Sigurðsson.
Þann 6. febrúar andaðist á H.A.H. Blönduósi, Sveinn Ásmunds-
son Hall, prentari Réttarholti Höfðakaupstað. Hann var fæddur 8.
nóvember 1883 að Hallbjarnareyri á Snæfellsnesi. Foreldrar: Ás-
mundur Sveinsson cand. phil. Sæmundsson á Bæjarstæði við Seyðis-
fjörð og Helga Sigurðardóttir afkomandi sr. Einars Oddssonar á
Hjaltastað. Kona Ásmundar, móðir Sveins var Guðrún Karólína Pét-
ursdóttir Halls, verzlunarmanns í Reykjavík er var danskur maður
frá Sjálandi.
Ásmundur Sveinsson hafði lesið lög við Hafnarháskóla, en lauk
eigi prófi, var settur sýslumaður. En bjó á Hallbjarnareyri, er hann
hafði á hendi Arnarstapaumboð.
Hann andaðist á miðjum aldri, var þá Sveinn um fermingarald-
ur. En hóf nám 15 ára í prentiðn, lauk prófi 1902 í Félagsprent-
smiðjunni. Starfaði síðan í Guttenberg og ísafoldarprentsmiðju, en
síðast starfaði hann árin 1943—1944 við setningu læknatalsins.
Sveinn vann margt um æfina, var sjómaður, vélamaður, leiktjalda-
málari í Grindavík og Reykjavík. Málaði hús, þar á meðal Vestur-
hópskirkjun að innan, málaði húsgögn, var smiður, byggði hús í
Vestursýslunni. Enda var sagt um hann, að hann væri nrjög hagur,
og hvert það verk er hann snerti á, léki í höndum hans. En svo mun
hafa verið um systkini hans Óla Ásmundsson Hall múrara, og Önnu
Ásmundsdóttur, annálaða dugnaðarkonu.
Mátti segja að Sveini væru allir vegir færir, þó fjölþættir hæfileik-
ar dreifi stundum hugum manna.
Sveinn kvæntist 24. nóvember 1910, Elínu Sigurðardóttur, bónda
Sigurðssonar í Brekku í Holtum.
Börn Sveins og Sigríðar Jónsdóttur eru: Logi múrarameistari í
Reykjavík, kvæntur Jónínu Jónsdóttur. Lóa, gift Madsen bakara-