Húnavaka - 01.05.1974, Síða 159
HÚNAVAKA
155
meistara í Höfn, og Bjarney gift Hallgrími Magnússyni múrara-
nreistara í Reykjavík.
Seinni kona Sveins var Gíslína Jónsdóttir frá Litlu-Háeyri á Eyr-
arbakka. Sonur þeirra er Már bóndi í Réttarholti, kvæntur Elísabetu
Arnadóttur frá Miðgili. Dvaldist Sveinn hjá þeinr flest síðustu ár
ævi sinnar.
Þórarinn Þorleifsson, Hafnarbraut 5 Blönduósi, andaðist 24. apríl
á heinrili sínu. Jarðsettur 5. maí að Höskuldsstöðum. Hann var
fæddur 3. febrúar 1899, á Ægissíðu á Vatnsnesi. Voru foreldrar hans
Þorleifur Kristnrundsson, ættaður af Vatnsnesi. Þorleifur var skáld-
mæltur og stundunr nefndur Þorleifur jarlaskáld. Kona hans var
Steinvör Gísladóttir, Gíslasonar prests í Vesturhópshólunr Arasonar
frá Enni. Kona sr. Gísla var Ragnheiður systir Bjarna amtmanns og
skálds. Voru þau börn Vigfúsar Þórarinssonar sýslunranns á Hlíðar-
enda, er var dóttursonur sr. Stefáns Ólafssonar á Höskuldsstöðum.
Þórarinn Þorleifsson var því ættgöfugur maður, er átti í frænd-
garði sínum gáfufólk, skáld, fólk mikillar skapgerðar, með skarpa
greind og orðgnótt meitlaðra hugsana, er var góðhjartað, en ört til
orða og athafna er bar sig vel á velli og höfðu á sér höfðingjasnið.
Þá er og fagurt mál, í klassiskum stíl, eðlisgáfa þessa fólks og er þar
frægastur sr. Skúli Gíslason, afabróðir Þórarins.
Þórarinn ólst upp með foreldrum sínum á Blönduósi og dvaldi
um skeið hjá frændfólki sínu á Kötlustöðum. Frá blautu barnsbeini
voru sveitastörf aðal iðja Þórarins. Þó bóklestur og hugsanagnótt
væri honum í blóð borin, gafst honum ætíð takmarkaður tími til
slíks.
Þórarinn kvæntist 8. október 1920 Sigurbjörgu Jóhannsdóttur, er
reyndist honum hinn besti lífsförunautur og var mikil forsjá hans
heimilis, að stjórnsemi og fórnfýsi. Hún andaðist 17. júní 1971 og
vísast til umsagnar um hana í Húnavöku 1972.
Þau hjón bjuggu lengst af í sínum búskap á Skúfi 1931—1949 og
Neðstabæ 1949—1964, er Jrau fluttu til Blönduóss.
Er Þórarinn hóf búskap á Skúfi, liafði jörðin verið í eyði um
skeið. Var Jrví margt að taka til hendinni, þar við bættist að í hönd
fóru nú hin svonefndu kreppuár er svarf mjög að landsmönnum,
einkum þó bændastéttinni. En þau hjón konmst þó farsællega yfir
Jrau þótt ómegð þeirra væri þá mest.