Húnavaka - 01.05.1974, Qupperneq 160
156
HÚNAVAKA
Þórarinn var góður sláttumaður, en Skúfur er heyskaparjörð. Á
vorin var hann grenjaskytta, en á haustin vann hann í sláturhúsi.
Sigurbjörg var búsýslukona, sú er setti metnað sinn í að gera eigi
miklar kröfur. Þau hjón voru alltaf sjálfstæð og áttu aldrei yfir sér
sverð lánardrottna. En hagsæld þeirra hjóna óx, er börnin komust
upp. Og er þau hjón keyptu Neðstabæ, hlutu þau góð húsakynni.
Þá hafði sonur þeirra Baldur eignast Kirkjubæ. Norðurárdalur er
minnstur hinna blómlegu byggðu dala Húnaþings. Um liðnar aldir
lá þar þjóðbraut.
Margt mætra manna hafa þar fóstrast upp, og átt þaðan ættir að
rekja, og stundum voru skáld á hverjum bæ.
Þórarinn var félagslyndur og áhugasamur um þjóðmál, átti fast-
mótaða lífsskoðun og var létt um að setja þær skarplega fram.
Hann átti sæti í hreppsnefnd Vindhælishrepps, skattanefnd,
skólanefnd og var gjaldkeri sjúkrasamlagsins. Þó átti hann sér hugð-
arefni á andlegu sviðunum, lestur góðra bóka var honum kærkom-
in iðja. Trúmál voru honum áhugamál, eða öllu heldur trúarbrögð,
þrá og leit mannsandans um þessa hluti. Þórarinn var Nýjalssinni
og hreifst mjög af kenningum frænda síns Helga Péturs, er margur
hugsuður meðal vor hefur fest ást á. Þórarinn var og skáld, sem hann
átti kyn til. Birtust oft eftir hann vísur og vísnabálkar í Tímanum,
er var hans blað. Hinsvegar var Þórarinn dulur á sín stærri kvæði,
er ég taldi mikil og góð. Naut sín þar vel fagurt mál án skrúðmælgi,
borið upp af vitrum hugsunum og glöggri innsýn á mannlegt líf
samfara góðum trúarneista. Til eru ljóð hans um Albert á Neðstabæ
og Jón í Stóradak Hve oft hefur mér eigi komið í hug, hversu mikils
Þórarinn fór á mis, að hann nam eigi erlend mál, svo hann mætti
auðga anda sinn af verkum erlendra hugsuða og snillinga, því góður
var sá málmur er Þórarinn var gjörður af.
Ein var sú list er Þórarinn iðkaði, sem er alþjóðleg og fóstrar með
oss sjálfstæða hugsun um gang mála og rökvísi. En það var skák-
listin og iðkaði Þórarinn hana mikið á heimili sínu. Tefldi hann
oft daglega og það um hásláttinn.
Þórarinn var og vel að sér um þá er skipuðu tignarsætin í þessari
list, svo sem stórmeistarana. Las hann það er hann komst höndum
yfir, um skáklistina og afreksmenn á því sviði. Þórarinn var rökvís
í sínum skoðunum og hélt fast á sínu máli. Þannig trúr þeirn hug-
sjónum er hann hafði tileinkað sér. En þó ætla ég að oft hafi hann