Húnavaka - 01.05.1974, Page 161
HÚNAVAKA
157
saknað þess, að hafa eigi fólk til að ræða um sín hugðarmál. Hann
skrifaði ágæta rithönd og var létt um að semja sem vænta má.
Þann 30. apríl andaðist á H.A.H. á Blöndnósi, Jón Gislason bóndi
á Hróarsstöðum í Skagahreppi. Hann var fæddur 27. desember 1892
á Hróarsstöðum.
Voru foreldrar hans Gísli Benediktsson bóndi og kona hans Mar-
grét Sigvaldadóttir frá Álfhóli Benediktssonar frá Kálfshamri. Systir
Benedikts afa Jóns var Helga er átti Sigurð Guðmundsson á Heiði í
Gönguskörðum.
Jón ólst upp á Hróarsstöðum með foreldrum sínum og systkin-
um, er voru Sigurður bóndi á Króki og Guðbjörg gift Jóni Þórólfs-
syni kaupmanni á ísafirði. Faðir Jóns andaðist 1914, en frá 1916—38
bjó Jón með móður sinni, er var talin fyrir búinu. Jón var dugnað-
armaður til sjós og lands, reri oft á bát sínum og hafði gagnsamt bú.
Þá var hann laginn til allra verka, smiður góður og hjálpsamur við
granna sína. Þá lét hann byggja gott steinhús á jörð sína, ók hann
byggingarefni á hestsleðum frá sjónum heim á vetrum. Hann vann
mikið að smíði þessa húss og var snyrtimenni um búskap og híbýla-
hætti. Hann var í góðum efnum alla tíð, án Jjess að vera ákafur til
hins gullna gjalds.
Frá 1938—54 leigði hann af jörðinni, og dvaldi þar einnig sjálfur,
en 1957 fluttist á jörðina bróðurdóttir hans Auður Sigurðardóttir
og Ingimar Sigvaldason maður hennar frá Króki og hafa búið þar
síðan. Átti Jón þar gott og rólegt ævikvöld.
Hugur Jóns mun hafa staðið til bóknáms, því hann var vel viti
borinn og fróðleiksfús og næmur á 1 jóð, enda hagmæltur. Fylgdist
hann með málefnum líðandi stundar, og hafði fastmótaðar skoðanir
á þjóðmálum.
Búskapur varð hans ævistarf á æskuslóðunum og alla ævi dvaldist
hann undir hamrabríkunum háu á grænum lendum við svalan sæ.
Hann var einfari að ýmsu leyti í lífi sínu, en átti hugsanagnótt og
unni sínum heimahögum. En eins og rás atvikanna benti honum á.
Hér skaltu eyða ævidögum þínum hvar Guð gaf ]rér land. Þetta
voru orð að sönnu því Jón hugleiddi eitt sinn að fara til Vestur-
heims, annað skipti keypti hann jörð í Dýrafirði, en aldrei yfirgaf
hann sitt föðurtún.
Hann var alla ævi ókvæntur og barnlaus.