Húnavaka - 01.05.1974, Page 163
HÚNAVAKA
159
Árið 1917 stofnaði hann heimili með Margréti Benediktsdóttur.
Hún var fædd 14. október 1896 á Hólum í Hjaltadal. Voru foreldr-
ar hennar Benedikt Börnsson frá Hróarsstöðum Guðmundssonar
frá Víðidalstungu, kona Benedikts, móðir Margrétar var Björg
Jónsdóttir frá Róðuhól í Skagafirði, Helgasonar. Var afabróðir
Bjargar Níels Jónsson skáldi.
Margrét Benediktsdóttir ólst upp með foreldrum sínum er lengst
af bjuggu á Borgarlæk á Skaga. Þau hjón Guðmundur og Margrét
bjuggu á Borgarlæk, uns jrau fluttu í átthaga hans að Holti á Nesj-
unr 1919 og bjuggu þar til 1937, er þau fluttu að Saurum. Þau hjón
eignuðust jressi börn:
Bjarni, kvæntur Bjarnfríði Einarsdóttur, bjuggu lengst af í Ham-
arsbæli á Ströndum, nú suður í Garði. Björgvin, kvæntur Margréti
Sveinsdóttur. Hreinn, kvæntur Bryndísi Sonju. Þorgerður, gift
Ólafi Ögmundssyni frá Kálfshamri, ern þessi systkini búsett í Sand-
gerði. Guðbjörg Hilmfríður, gift Gunnsteini Steinssyni bónda og
hreppstjóra í Ketu. Benedikt, ókvæntur bóndi á Saurum. Sigurbjörg,
gift Sigurði Sigurðssyni búa í Lindarholti í Saurbæ í Dalasýslu.
Arnfríður Jóhanna, Einar útgerðarmaður og formaður. Sigurbjörg,
gift Benedikt Vilhjálmssyni frá Brandaskarði, þessi systkini eru bú-
sett í Reykjavík. Látin eru: Bogi sjómaður, er dó fulltíða og Björn
er dó á barnsaldri.
Starf þeirra hjóna var ærið með 12 börn á litlu býli sem Holt
var, er hafa mátti á eina kú og nokkrar kindur. En bæði voru þau
hjón nægjusöm, dugleg og fóru vel með hlutina. Guðmundur var
ágætur sláttumaður og góður liirðir, joá var hann aflasæll og árvakur
til sjóferða. Enda var þá fiskisæld nrikil í Húnaflóa og sumarfiskirí
stundað af kappi. Margrét kona Guðmundar var dugleg kona, verk-
fús, góðvirk og þrifin og hagsýn að fara með það er aflaðist. Þvf átti
hún þá sönnu lífsánægju þess er gerir það besta úr kjörum sínum og
sinna.
Þau hjón voru Jrví samhent og litu jafnan björtum augum á tilver-
una. Enda var Guðmundi gefið í vöggujöf jafnlyndi, samfara lífs-
ánægju þess er telur eigi allt vera að farast þó hart sé í ári.
Þau hjón voru líka heppin, er um það bil útvegur lagðist niður
í Nesjuin fengu þau jörðina Saura til ábúðar, er var gott býli er lá
vel við sjávargagni. Bættu þau jörðina að ræktun og húsakynnum,
enda voru börn þeirra dngleg Jreim til hjálpar. Voru þannig hagir