Húnavaka - 01.05.1974, Síða 166
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN 1973.
Janúarmánuður var mildur og
stórviðralaus. Var því nær snjó-
laust í byggð í þorrabyrjun, og
jörð að mestu klakalaus. Síðustu
dagana í janúar gekk í umhleyp-
inga og setti niður nokkurn snjó.
Fór heldur að spillast á jörð, en
jafnan var frostlítið. Sunnudags-
kvöldið 11. febrúar gekk í norð-
anstórhríð, með mjög mikilli
veðurhæð og talsverðu frosti,
sem stóð nær linnulaust í þrjá
sólarhringa. Kom þá afar mikill
snjór svo að flestir vegir urðu
ófærir. Veðrátta var hin versta
um mánaðarskeið eftir þetta.
Snjóaði þá flesta daga meira og
minna, en mikil frost komu ekki
oft. Nær alls staðar varð gjör-
samlega jarðlaust í þessum ill-
viðrakafla og komu hross á gjöf.
Flutningar gengu mjög erfið-
lega, því að sífellt bætti við snjó-
inn, og var afar erfitt að halda
vegum opnum.
í síðustu viku góu hlánaði og
gerði góða tíð. Kom þá víðast
hvar upp sæmileg jörð á fáum
dögum, svo að flest hross gátu
bjargast án gjafar. Var tíðarfar
milt út einmánuð, en nokkuð
umhleypingasamt með köflum.
Páskar voru um fyrstu sumar-
helgi, 22. apríl. Voru þá mikil
hlýindi, og farin að sjást nokkur
gróðrarnál í túnum. Seinna í
þeirri viku fór tíð mjög kóln-
andi. Voru mikil frost með hríð-
arveðri um mánaðamótin apríl—
maí, og héldust kuldar annað
slagið allt vorið. Öðru hverju
komu þó hlýir dagar, svo nálin
dó ekki út með öllu. Mikið
hjálpaði að klaki í jörð var lítill
sem enginn.
Sauðburður gekk yfirleitt vel
og fénaður var í góðu lagi. Ann-
ríki var afar mikið vegna kulda
og gróðurleysis. Þá voru tví-
lembdar ær með alflesta móti.
Hey voru mikil á haustnóttum,
árið áður, en nokkuð misjöfn að
gæðunt og létt til gjafar. Hey-
leysis gætti ekki að ráði, en fyrn-
ingar urðu ekki miklar, því vet-
urinn og vorið voru mjög hey-
frek. Kjarnfóðurgjöf var afar
mikil, sérstaklega um vorið.
Lambám var gefið fram í júní,
eftir því sem föng voru á. Smá-