Húnavaka - 01.05.1974, Síða 168
1G4
HÚNAVAKA
átta kólnandi, og komu kýr á
fulla gjöf. Gerði mikil nætur-
frost, en oftast var hreinviðri.
Nokkuð hlýnaði svo aftur, í bili,
um veturnæturnar.
Tveir síðustu mánuðir ársins
voru meðal hinna köldustu, frá
því mælingar hófust á landi hér.
Fé var tekið á hús snemma í
nóvember, og var lítið beitt eftir
það. Jörð hélzt þó allgóð um
sinn, því verulegur snjór kom
ekki fyrr en í desember. í seinni
hluta nóvember var um og yfir
20 stiga frost dag eftir dag, og
frosthörkur voru einnig í desem-
ber, en varla eins samfelldar.
Hlákur komu engar, utan smá-
bloti um mánaðamótin. Laugar-
daginn 15. desember, brast á
norðan stórhríð nokkru eftir há-
degi. Stóð hún fram á næstu
nótt. Eftir það voru samfelld ill-
viðri til áramóta, og hlóð niður
snjó. í árslok var farið að spillast
mjög á jörð, klaki kominn með
aldýpsta móti, og örðugleikar á
samgöngum miklir, vegna snjóa.
Pétur Sigurdsson.
AF VETTVANGI HEILBUIGÐISMÁLA
f AUSTUR-HÚNAVATNSSÝSLU.
Ný lög um heilbrigðisþjónustu
gengu í gildi um síðustu áramót.
Gera lög þessi ráð fyrir, að
heilsugæzlustöð fyrir alla Aust-
ur-Húnavatnssýslu rísi á Blöndu-
ósi. í samráði við heilbrigðisyfir-
völd hefur stjórn Héraðshælisins
unnið markvisst, síðustu árin, að
byggingu læknamiðstöðvar á
Blönduósi, en með hinum nýju
lögum er læknamiðstöðvum gef-
ið nafnið heilsugæzlustöð. Mál-
um þessum er það langt komið
nú, að á vori komanda er gert
ráð fyrir, að teikningum verði
lokið öðrum en vinnuteikning-
um. Mun byggingin rísa í nán-
um tengslum við Héraðshælið í
átt að Svínvetningabraut. Senni-
legast er, að hús þetta verði um
400 m2 að grunnfleti, kjallari og
tvær hæðir, eða í allt um 1200
m2. Á neðri hæðinni er gert ráð
fyrir, að hin eiginlega heilsu-
gæzlustöð verði til húsa. Mun
þar verða góð aðstaða fyrir 3
lækna, tannlækni, rannsókna-
stofu, röntgendeild, slysadeild,
svo að eitthvað sé nefnt. Efri hæð
hússins verður eiginlega stækk-
un á sjúkrahúsinu, því þar kem-
ur til með að vera skurðstofa
með öllu, sem henni tilheyrir,
fæðingastofa og fleiri starfsemi,
sem ekki verður nánar rakin liér,
enda ekki fyllilega gengið frá
teikningunni, sem áður getur. Á
fjárlögum þessa árs og sl. árs,
hefur ríkissjóður veitt í kringum
1.5 millj. kr. til undirbúnings-
starfa. Samkvæmt hinum nýju
lögum, mun ríkið fjármagna