Húnavaka - 01.05.1974, Qupperneq 170
166
HÚNAVAKA
felli á Skagaströnd, annar en
launakostnaður lækna, hjúkr-
unarkvenna og Ijósmæðra, skal
greiðast af þeim sveitarfélögum,
sem í hluta eiga.
Þess er að vænta, að nægileg
fjárveiting fáist á næstu fjárlög-
um, til J)ess að framkvæmdir geti
hafist með krafti vorið 1975.
Allt stefnir í þá átt hér við
Héraðshælið, að sjúkrarými
sjúkradeildarinnar verða æ
meira og minna upptekin af
langlegusjúklingum. Hef ég sér-
staklega orðið var við Jrað frá
síðastliðnu hausti. Er Jrað engin
furða ])ar sem æ stærri hópur
þjóðarinnar nær háum aldri.
Verður þörfin Jíví æ brýnni fyrir
að hefjast handa við byggingu
elliheimilis, en elliheimili stofn-
unarinnar verði breytt í lang-
legudeild. Fyrir tæpum tveimur
árum fól sýslunefnd stjórn Hér-
aðshælisins að hefja undirbún-
ing og byggingu fyrsta áfanga
elliheimilis, en af framkvæmd-
um hefur ekki orðið ennþá. Þess
skal getið, að á skipulagsupp-
drætti lóðar Héraðshælisins er
gert ráð fyrir elliheimili fyrir 50
vistmenn. Þar af eru 32 ein-
menningsherbergi, en 9 íbúðir
fyrir hjón. Tel ég líklegt, að á
næsta sýslufnndi verði ákveðin
afstaða tekin, svo að af fram-
kvæmdum geti orðið hið fyrsta.
Ný elliheimilisbygging verður
sjálfsagt dýr og e. t. v. erfitt fyrir
heimamenn að ráðast í slíkt, þar
sem héraðsbúar sjálfir verða að
mestu að standa straum að kostn-
aði slíkrar byggingar. Grun hef
ég þó um, að auðvelda mætti
fjáröflun til slíkra framkvæmda
með því að bjóða eldra fólki for-
gang um dvöl í stofnuninni, ef
Jrað hjálpaði til með fjármögnun
fyrirtækisins. Hugmyndir hafa
komið fram varðandi kjallara
elliheimilisins, að þar yrði byggð
góð endurhæfingarstöð m. a.
með sundlaug og öðru, sem til
þeirra ihluta þarf.
Á sl. tveimur árurn hefur
sjúkradeild Héraðshælisins verið
öll endurbyggð að mestu. Aðeins
er eftir að ljúka snyrtiherbergj-
um og skoli. Er þess að vænta,
að þeim framkvæmdum Ijúki á
næsta vori. Allar Jressar fram-
kvæmdir hafa verið fjárfrekar og
gert rekstri sjúkrahússins erfitt
fyrir, þar sem hluti ríkisins til
Jressara breytinga hefur ekki,
nema að litlu leyti, fengizt
ennþá.
Gamla ljósavél sjúkrahússins
er nú algjörlega ónýt, en á síð-
asta sýslufundi var ákveðið að
keypt yrði ný Ijósavél í stofnun-
ina. Var vélin pöntuð sl. sumar,
en afgreiðslufrestur mjög lang-
nr. Er ljósavél Jressi fyrst vænt-
anleg í marzmánuði, ef öll loforð
standast. Staður sá, sem gamla