Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 173
HUNAVAKA
169
kærar þakkir fyrir. Von er á fjár-
styrk frá fleiri aðilum á næst-
unni.
Stjórn Héraðshælisins, ásamt
vistmönnum og starfsfólki, liélt
Halldóru Bjarnadóttur veglegt
samkvæmi í tilefni 100 ára af-
mælis Halldóru þann 14. okt. sl.
Halldóra hefur átt heima í Hér-
aðshælinu frá því að það tók til
starfa fyrir 18 árum. Hefur Hall-
dóra átt mikinn þátt í að móta
hinn góða heimilisanda, sem ríkt
hefur í Héraðshælinu jafnan frá
upphafi. Halldóra er enn vel ern
og stundar ennþá bréfaviðskipti
út um hinn víða heirn.
Um áramót tók faslur tann-
læknir til starl'a í Héraðshælinu,
og með vorinu mun hann fá stór-
um betri aðstöðu á efri hæð
Búnaðarbankans.
Að lokum vil ég geta þess, að
Héraðshælinu hafa að vanda
borizt margar góðar gjafir.
Lionsklúbbur Blönduóss færði
sjúkradeild stofnunarinnar sjón-
varpstæki að gjöf, sem sett var
upp í hina nýju setustofu. Þá
færðu Lionsmenn Héraðshælinu
mörg gagnleg tæki til að greina
augnsjúkdóma. Tæki þessi voru
keypt fyrir hluta af andvirði því,
sem að safnaðist á sínum tíma,
er Lionshreyfingin gekkst fyrir
sölu á rauðu fjöðrinni. Á öllu
landinu safnaðist um 5 millj. kr.
og var fé þessu varið eingöngu
til að kaupa tæki og aðstoða
lækna við greiningu og lækn-
ingu á augnsjúkdómum. A jól-
unum færði Kvenlélag Torfa-
lækjarhrepps, svo og Húnvetn-
ingafélag Suðurlands, Héraðs-
hælinu myndarlegar bókagjafir,
sem alltaf eru mjög vinsælar.
Bókasafn stofnunarinnar stækk-
ar nú óðum og með tilkomu
áðurgreindrar byggingar við
Héraðshælið, kemur bókasafnið
til með að fá veglegan sess. Á
það má minna, að allar gjafir,
sem færðar eru Héraðshælinu
má draga frá á skattaframtali.
Ég vil færa öllum þessum aðil-
um, svo (tg þeim mörgu, sem
sýnt liafa Héraðshælinu hlýhug
með heimsóknum og skemmtun-
um, bæði fyrir sjúka og gamla,
á liðnum árum, hinar beztu
Jrakkir fyrir hönd stjórnar Hér-
aðshælisins.
Gert á síðustu dögum
þorramánaðar 1974.
Sigursteinn Guðmundsson.
MIKIÐ TJÓN.
Nokkru eftir fótaferðatíma 6.
okt. sl. varð fólk þess vart á Ytri-
Löngumýri í Svínavatnshreppi,
að um nóttina hafði brunnið
mjög nýleg hlaða, járnklædd á
timburgrind, ásamt 200 kinda