Húnavaka - 01.05.1974, Page 178
174
HÚNAVAKA
sérstaka áherslu á nauðsyn þess
að koma fénu langt fram í afrétt
að vorinu, enda gert tillögur um
aukið fjármagn til fjallvega í því
skyni.
Guðm. B. Þorsteinsson.
MÖRG ER BÚMANNSRAUNIN.
Á síðasta ári var talsvert mikið
um vanhöld á skepnum hjá hún-
vetnskum bændum. Ber þar hæst
stórfellt lambalát á allmörgum
bæjum. Mestir urðu skaðarnir
hjá: Birni Magnússyni, Hóla-
l>aki, Eiríki Jónmundssyni, Auð-
kúlu og Leifi Sveinbjörnssyni,
Hnausum. Nemur tjón þessara
bænda hundruðum þúsunda
króna.
Það slys varð á Snæringsstöð-
um í Vatnsdal, að átta kýr dráp-
ust af völdum raflosts. Er tjón
bóndans, Jóns Þorbjörnssonar,
mjög tilfinnanlegt.
I>JÓ»HÁTÍ» 1974.
Eins og skýrt var frá í síðasta ár-
gangi Húnavöku var áformað að
gera samkomu- og útivistarsvæði
í Vatnsdalshólunum og taka það
í notkun með þjóðhátíðarsam-
komu. Samvinna hafði tekizt
með þjóðhátíðarnefndum Aust-
ur- og Vestur-Húnavatnssýslu
um þessa framkvæmd.
Sýslunefnd Austur-Húnavatns-
sýslu samþykkti ekki þessar til-
lögur vegna mikils kostnaðar og
fól þjóðhátíðarnefnd að efna til
kostnaðarminni hátíðahalda.
Ákveðið hefur verið að halda
sameiginlegar þjóðhátíðarsam-
komur í báðum sýslunum, en í
tvennu lagi. Á Húnavöku, föstu-
daginn 26. apríl, verður hátíð í
Félagsheimilinu á Blönduósi, en
6. til 7. júlí verður útihátíð í
Kirkjuhvammi \ið Hvamms-
tanga. Þar er aðstaða til útisam-
komuhalds góð frá náttúrunnar
hendi. Ekki verður seldur að-
gangur að samkomum þessum,
en seldir verða minjagripir.
Efnt var til ritgerðasamkeppni
í öllum unglingaskólum í sýsl-
ununr og verða verðlaun vænt-
anlega afhent á hátíðinni á
Blönduósi.
Þjóðhátíðarnefnd væntir þess
að allir Húnvetningar taki vel
til lrendi við að snyrta og fegra,
sem víðast í héraðinu.
M. Ó.
FÁUM VI» HEITT VATN?
I síðustu Húnavöku var getið
nokkurra verkefna Blönduós-
hrepps á árinu 1973. Þar er getið
um flugvöllinn, sjálf brautin er
nú svo til fullgerð, og vegur að
flugvellinum svo og stæði fyrir
flugvélar og langt konrið er að