Húnavaka - 01.05.1974, Síða 181
HÚNAVAKA
177
unarkostnaður sundlaugarinnar
varð um 100 þús. krónur.
Nú er verið að bora að Reykj-
um eftir heitu vatni. Þegar þetta
er ritað í febrúarbyrjun hefir
ekki fengizt árangur, en ástæða
til bjartsýni, að áliti jarðfræð-
inga. Stofnlögn frá Reykjum, ef
til kemur, á að vera 200 mm (um
8 tommur) sver asbestleiðsla lögð
í jarðvegsgarð. Vegalengdin er
um 14 km. Áætlaður heildar-
kostnaður stofnleiðslu er um 35
rnillj. króna. Að auki er svo
dreifikerfið, sem kostar mikið.
Ef vatn fæst nú, en við þurfum
um 25 sek.l. af um 90 gráðu
heitu vatni, þá geta framkvæmd-
ir hafist í sumar og heita vatnið
komið til Blönduóss í haust.
Hitaveita er mikið átak, en til
mikils er að vinna.
Sorpeyðingin er í sama ólestri
og áður. Vonin um brennsluofn
á viðráðanlegu verði reyndist
falsvon. Brennslustöð hefði kost-
að einhvers staðar í kringum 5
millj. og það þótti okkur of
mikið þótt Skagaströnd hefði
verið með, en það kom til orða
og vonandi verður, þegar að því
kemur.
Nú fara kosningar í hönd og
því ekki rétt, að koma hér með
áætlanir um verkefni næsta sum-
ar, en hver svo sem verða úrslit
þeirra held ég, að hitaveitumálið
verði mál málanna, ef við fáum
vatn. Þá verður haldið áfram
með varanlega gatnagerð, þar til
allar götur kauptúnsins, jafnt
umferðargötur sem íbúðagötur,
verða fullgerðar. Ekkert stuðlar
eius að hreinum og þrifalegum
bæ og götur lagðar varanlegu,
ryklausu slitlagi.
Jón hberg.
FKÁ SÝSLUSKRIFSTOFUNNI.
Greiddar voru bætur frá al-
mannatryggingum í Austur-
Húnavatnssýslu 1973 sem bér
segir:
Krónur
Ellilífeyrir..... 27.856.000,00
Örorkulífeyrir . . 6.200.000,00
Örorkustyrkur . . 1.710.000,00
Fjölskyldubætur . 12.051.000,00
Ekkjubætur .... 581.000,00
Mæðralaun ... 893.000,00
Óendurkr. barnal. 2.926.000,00
Þá bárust alls 310 skýrslur og
kærur og tekin voru fyrir 54
sakadómsmál. Tollafgreiðslur
urðu 283 og iimheimtar voru hjá
einstaklingum og félögum um
144 milljónir króna.
FRÁ H.S.S.B.
Starfsemi sveitarinnar á sl. ári
Iiefur verið með svipuðu sniði
og undanfarin ár. Fundir voru
12