Húnavaka - 01.05.1974, Side 189
HUNAVAKA
185
Auk farþega hafa flugvélarnar
flutt póst og varahluti í margs-
konar tæki, rafstöðvar, skip o. II.
Sjúkraflug urðu 29 á árinu.
Húnvetningar e r u m j ö g
ánægðir með hinn nýja flugvöll,
sem er 800 m langur, með rúmu
og góðu aðflugi, og auðvelt er að
lengja flugbrautina í 1200 m.
Kostnaður við völlinn var
greiddur af Norðurlandsáætlun,
og varið í hann 2.5 milljónum
króna á árinu 1973. Vænta Hún-
vetningar þess að framkvæmd-
um verði haldið áfram á þessu
ári.
Umboðsmaður Vængja li.f. og
umsjónarmaður flugvallarins er
Sverrir Kristófersson hreppstjóri,
Blönduósi.
Gr. G.
NAUÐSYNLEG KYNBÓTASÝNING.
Starfsemi Hrossaræktarsambands
Austur-Húnavatnssýslu var með
svipuðu sniði og undanfarin ár.
Héraðsbúar áttu kost á að leiða
hryssur sínar til ágætra stóðhesta,
svo sem Neista frá Skollagré)f,
sem efstur var á síðasta lands-
móti hestamanna og tekinn var
á leigu sl. sunrar og mjög nrikið
notaður. Einnig voru að sjálf-
sögðu notaðir eignarhestar sam-
bandsins.
f fyrravor gekkst Hrossarækt-
arsambandið fyrir kynbótasýn-
ingu á fjórum stöðum í hérað-
inu. Þar voru dæmdar 12 tamd-
ar hryssur og hlutu flestar all-
góða dóma. Á þessu var ihin
mesta nauðsyn, enda eru Hún-
vetningar mjög fátækir af tömd-
um, skráðum, verðlaunuðum
hryssum. Ungir graðfolar voru
einnig skoðaðir, sumir þeirra
efnilegir.
Næsta sumar hefur Hrossa-
ræktarsambandið á sínum veg-
um nokkra ágæta stóðhesta. Af
leiguhestum má nefna Blesa frá
Skáney, sigurvegarann frá lands-
mótinu á Hólum og Hyl frá
Kirkjubæ á Rangárvöllum.
Á síðastliðnu vori var stofnað
í héraðinu félag til hreinrækt-
unar á hrossastofni Sigurðar
Jónssonar frá Brún. Félagið
heitir Snældufélagið og for-
maður þess er Einar Höskulds-
son, Mosfelli.
Pdll Pétmsson.
FRÁ BRIDGEFÉLAGI BLÖNDUÓSS.
Eg vil í upphafi geta þess, að
þegar starfsemi félagsins hófst í
haust var eins og allir vita, stórt
skarð í hópinn, sem erfitt verður
að fylla. Þ. e. þeirra félaganna,
Ara Hermannssonar og Jónasar
Halldórssonar, sem báðir voru
stofnendur félagsins o° virkir
félagar allt tíð, og má raunar