Húnavaka - 01.05.1974, Síða 195
HÚNAVAKA
191
og Miðskólans. Við höfum feng-
ið til liðs við okkur Jón Sigurðs-
son trompetleikara úr Sinfóníu-
hljómsveidnni. Hann valdi og
pantaði hljóðfærin. En af óvið-
ráðanlegum ástæðum gekk af-
greiðslan svo seint, að sum hljóð-
færin komu ekki fyrr en í októ-
ber. En Jón Sigurðsson kom
hingað norður í júlí og kenndi
f é 1 ö g u m sveitarinnar undir-
stöðuatriðin í blæstri og nótna-
lestri, hann gat ekki verið nema
rúman mánuð en það dtigði til
að koma liðinu af stað. Síðan
hefur fólk æft sig eftir beztu
getu. Ég vona að sú áætlun
standist að sveitin geti komið
fram og leikið á þjóðhátíðinni
vestur í Kirkjuhvammi á sumri
komanda.
Ég hef nú drepið á nokkra
viðburði úr tónlistarlífinu hér í
sýslunni á sl. ári. Ef til vill hef
ég gleymt einhverju, enda var
ekki ætlunin að gera hér tæm-
andi skil. En af framangreindu
sést, að þó nokkuð var að gerast,
þó er einn galli á, fólkið kemur
ekki til móts við þá sem í þessu
standa. Það sækir illa hverskonar
tónleika, af hverju veit ég ekki,
en ég vil endurtaka áskorun
mína til allra Húnvetninga og
annarra sem hér búa, að gera
betur og sækja slíkar skemmt-
anir og um leið efla allt tónlistar-
líf í sýslunni, því að allur flutn-
ingur tónlistar er ætlaður fyrir
áheyrendur. Oft heyrast raddir
sem þessar: Ég er enginn tón-
listarunnandi, eða, ég hlusta
aldrei á músík, ég hef svo lítið
vit á þessu o. s. lrv. En ég spyr.
Af hverju? Jú, af því að fólk fer
ekki á tónleika. Það er alveg
óhætt að prófa, það verður eng-
inn verri maður á eftir, nema
síður sé.
Skarphéðinn H. Einarsson.
IiÓKASAFNSFKÉTTIR.
Héraðsbókasafnið flutti í núver-
andi húsnæði 1957. Því hefur
verið þröngur stakkur skorinn
að mörgu leyti. Það hefur búið
við lítið húsrými og þröngan
fjárhag. Bækur hafa hækkað í
verði og þó sérstaklega á síðasta
ári. Er sárt til þess að vita, að
ekki er hægt að kaupa bækur,
sem safnið þarf endilega að eiga.
Vonandi verður bætt úr því, sem
allra fyrst. Treysta menn þar á
góðvilja og skilning ráðamanna
í þessum efnum.
Um lesendur má segja, að þeir
hafa komið vel fram og gert sér
að góðu Jæssar aðstæður. Lestrar-
áhugi er mikill. Sérstaklega er
ánægjulegt að sjá litlu börnin
keppa hvert við annað að læra
að lesa.
Það gæti mörgum fundist