Húnavaka - 01.05.1974, Page 199
HÚNAVAKA
195
í skólanum á Reykjanesi, en þar
var meðfylgjandi mynd tekin.
Á sunnudaginn var svo haldið
heim á leið, ekið um Skarðs-
strönd, Fellsströnd og yfir Laxár-
dalsheiði og heim.
Fyrirtækinu hefur vegnað vel
á árinu, og næg verkefni virðast
framundan.
Hallbjörn.
HRAKNINGAR
Á HOLTAVÖRÐUHEIÐI.
Föstudaginn 18. febrúar var suð-
vestan ofsaveður og dimmviðri á
Holtavörðuheiði. Þá var bílalest
fimm klukkustundir að brjótast
norður yfir heiðina, en bílar,
sem ætluðu suður, urðu veður-
tepptir í Hrútafirði. Þá gistu um
sjötíu manns í Staðarskála. Byggt
hafði verið við skálann á síðasta
ári og því mögulegt að hýsa
Jrennan fjölda. í Brú gistu einnig
nokkrir.
Á laugardagsmorgun var veð-
ur skárra og þá lagði bílalestin
á heiðina í slóð snjóruðnings-
tækja frá Vegagerðinni. Sæmi-
lega gekk upp að Konungsvörðu,
en þá var veðrið orðið svo slæmt
að ekki var gerlegt að halda
áfram, enda voru sumir bílarnir
hættir að ganga. Voru því allir
bílarnir skildir þar eftir nema
áætlunarbifreið frá Norðurleið,
sem var öftust í lestinni. Henni
var snúið við og fór allt fólkið
með henni niður í Hrútafjörð
aftur. Svo var veðurhæðin mikil
að strengja varð kaðal á milli
bílanna, til að fólkið gæti stuðst
við á leið sinni yfir í áætlunar-
bílinn. Sjö bílar komu sunnan
yfir heiðina og höfðu þeir sam-
flot með áætlunarbílnum niður.
Um nóttina gisti fólkið í Stað-
arskála, Brú, Reykjaskóla og
bæjum í Hrútafirði.
Á sunnudagsmorgun var veðr-
ið gengið niður og var þá enn
haldið af stað. Bílarnir á heið-
inni voru mjög uppfenntir og
gekk erfiðlega að gangsetja þá,
en allir komust þó suður yfir
seint um kvöldið.
M. Ó.
LAX.
Sumarið 1973 veiddust á félags-
svæði Blöndu og Svartár um
1350 laxar, þar með talinn klak-
lax, sem nú var að mestu veidd-
ur á stöng um miðjan septem-
ber. Geymsla klaklaxins fram að
hrognatöku um 20. okt. tókst
vel.
Til ræktunar var varið um
200 Jdús. krónum.
Veiði í ánum var stunduð af
sömu aðilum og sl. ár, en nú er
síðasta ár samningstímabilsins,
og árnar verða boðnar út til
nýrrar leigu næsta haust.