Húnavaka - 01.05.1974, Síða 200
196
HÚNAVAKA
Ur Hallá konni á sl. sumri um
180 laxar. Meðalþyngd var um
8—10 pund. Þyngstu laxar voru
16 pund og voru þeir nokkuð
margir. í ána voru sett 5000
sumaralin seiði, en fram til þessa
hefur aðallega verið sleppt
gönguseiðum.
Árið 1965 tók Stangaveiði-
félag A.-Hún. Hallá á leigu til
10 ára, og er því síðasta ár samn-
ingstímabilsins runnið upp.
Leigutaki Vatnsdalsár hefur
verið J. A. Cooper síðastliðin
10 ár, og var þetta síðasta sumar-
ið. Nú hefur hins vegar verið
gerður við hann nýr samningur
til næstu tveggja ára. Samkvæmt
honum hefur Cooper ána aðeins
frá og með 8. júlí til og með 29.
ágúst árlega. Þó ekki nema tvær
af átta silungastöngum, sem
veiðifélagið má hafa í ánni sam-
tímis. Leigan fyrir þessi réttindi
er 7000 sterlingspund árlega,
sem greiðast fyrirfram. Auk þess
skal leigutaki greiða verð fyrir
4000 tveggja ára laxaseiði, sem
sett verði í ána. Leigu eftir veiði-
húsið, þann tíma sem hann er
við veiðarnar, greiðir hann krón-
ur 180 þúsund.
Þann tíma sem J. A. Cooper
hefur ána ekki, hefur veiðifélag-
ið leigt hana tveim mönnum úr
Mosfellssveit, þeim Arnaldi Þór
og Skúla Skarphéðinssyni. Leig-
an er 4000 sterlingspnnd á ári
og auk þess kr. 120 þúsund fyrir
veiðihúsið.
Síðastliðið sumar veiddust í
ánni 660 laxar og um 1600 sil-
ungar, og er það með allra
minnsta móti.
FRÁ BARNA- OG GAGNFRÆÐA-
SKÓLANUM BLÖNDUÓSI.
Greint skal hér fyrst frá skóla-
lokuin síðastliðins skólaárs.
Síðla vetrar fóru nemendur 2.
og 3. bekkjar gagnfræðastigsins
til Reykjavíkur. Skoðuðu ungl-
ingarnir söfn, heimsóttu Sjón-
varpið og Loftleiðir h.f., farið
var í Þjóðleikhúsið en hápunkt-
ur fararinnar var eflaust að
flestra áliti sýning poppóper-
unnar Jesús Kristur dýrðlingur.
Skóla var sagt upp í lok maí.
Hæstu einkunn á unglingaprófi
hlaut Ása Aradóttir (8,60) og á
barnaprófi Agnes Hulda Agnars-
dóttir (8,75). Hlaut Ása bóka-
verðlaun, sem gefin voru af
Lionsklúbbi Blönduóss, en
Hulda fékk verðlaun úr sjóði
Helgu Jónsdóttur og Steingríms
Davíðssonar, en sagt er frá þeim
sjóði hér á eftir. Tveir nemend-
ur fengu framhaldseinkunn í
landsprófi miðskóla.
í haust var skóli settur 30.
september. í skólanum eru 150
nemendur og eru þá meðtalin