Húnavaka - 01.05.1974, Page 202
198
HÚNAVAKA
ár livert, sem verðlaunum til
þeirra nemenda, sem skara fram
úr við fullnaðarpróf í íslensku
og kristnum fræðum, og sýna
góða hegðun.
Verðlaun hafa verið veitt
tvisvar úr sjóðnum, og hlutu
verðlaunin: Helga Thoroddsen
vorið 1972 og Agnes Hulda
Agnarsdóttir vorið 1973.
Bergur Felixson, skólastjóri.
KIRKJAN.
Samkvæmt venju var Æskulýðs-
dagur þjóðkirkjunnar haldinn
sunnudaginn 11. mars. Æsku-
lýðsmessa fór fram í Blönduóss-
kirkju. Sr. Ágúst Sigurðsson á
Mælifelli predikaði en sóknar-
prestur þjónaði fyrir altari.
Stúlka úr Kvennaskólanum á
Blönduósi las pistil en ferming-
arstúlka las guðspjall. Kirkjukór
Blönduóssóknar söng. Guðsþjón-
ustan var fjölmenn.
Sunnudagaskólinn starfaði
eins og áður. Sóknarprestur
stjórnaði skólanum, en organisti
var Hávarður Sigurjónsson.
Gengið var frá endursmíði og
lagfæringu Auðkúlukirkju að
mestu á árinu. Var hún og mál-
uð öll. Umsjón með verkinu
hafði Þorsteinn Gunnarsson,
arkitekt í Reykjavík, en hann
vann á vegum Þjóðmin jasafns-
ins. Yfirsmiður var Guðmundur
Tryggvason í Finnstungu, en
Haukur Stefánsson málarameist-
ari frá Sauðárkróki oa: félaaar
hans önnuðust málaravinnu. í
ráði er að minnast þessa áfanga
í sögu kirkjunnar að sumri kom-
anda.
Unnið var áfram að skipu-
lagningu kirkjugarða í presta-
kallinu, merkingu leiða og fl.
Stórátak þarf að gera í þeim
málum svo viðunandi sé.
Á safnaðarfundum og í sókn-
arnefndum var á sl. hausti nýtt
frumvarp til prestkosningarlaga
rætt í prestakallinu og varð
niðurstaða allflestra, að breyt-
inga væri þörf frá því fyrirkomu-
lagi, er ríkt hefir.
Sr. Árni Sigurðsson.
82 SKÍRNIR.
Héraðsfundur Húnavatnspró-
fastsdæmis var haldinn 10. sept.
í Hólaneskirkju í Höfðakaup-
stað. Hófst hann með messu-
gjörð, sr. Ingvi Þ. Árnason pré-
dikaði en sr. Árni Sigurðsson
þjónaði fyrir altari. Kirkjukór-
inn söng undir stjórn organist-
ans Kristjáns Hjartarsonar. Pró-
fastur, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson,
flutti síðan yfirlitsræðu sína.