Húnavaka - 01.05.1974, Side 205
HUNAVAKA
201
fyrir móttöku á fiski, og settar
þar upp kælivélar, til að halda
honum köldum, eu þar eru fisk-
kassarnir geymdir með hinum
ísaða afla. Þá hefur efri hæðin
verið lagfærð, flökunin færð
fram í hinn gamla móttökusal,
einn salur er fyrir snyrtingu á
fiskinum. Þá hafa afköst hússins
verið aukin með vélakosti, stór
flökunarvél hefur verið tekin í
notkun og ný roðflettivél. Þá er
rúm fyrir 36 stúlkur að vinna
við fiskvinnslu. Þá hefur húsið
verið málað utan og innan og
steypt mikið hlað fyrir framan
það, er þetta allt eltir fyllstu
kröfum tímans. Hólanes h.f.
bauð starfsfólki sínu í tveggja
daga ferð um Snæfellsnes. Þótti
ferðin takast vel, enda veður
ágætt.
í febrúar var hafist handa um
nýja borun fyrir neysluvatn í
Hrafndal. Var notaður bor frá
Orkustofnun ríkisins, boruð var
ein hola og svo fleiri í sumar.
Holur þessar eru í 5 km fjarlægð
frá þorpinu og virkjanlegt vatns-
magn þeirra er 55—60 sek./ltr.,
en þörf er nú fyrir 30 sek./ltr.
í sumar var grafinn skurður frá
stíflunni í Hrafná upp að þess-
um holum og lögð í hann 8
tommu plaströr, er leiðslan
tengd við lagnir nokkru neðar
heldur en stíflan er og leiðslan
2i/z km á lengd. Mikil þörf var
á þessu vatni fyrir bæjarbúa og
hina miklu fiskiðju á Hólanesi
og Rækjustöð. Önnur aðalfram-
kvæmd hreppsins var að láta
skipta um jarðveg á höfuðstræti
bæjarins, Strandgötunni, frá
Sævarlandi að Læk, um 400 m
vegalengd og leggja í þennan
kafla nauðsynlegar lagnir, en
fyrirhugað er síðar að leggja
olíumöl á götu þessa.
Þá hefur oftast á vetrum
teppst leiðin milli Blönduóss og
Höfðakaupstaðar, vegna snjóa
og einnig út á Skaga um lengri
eða skemmri tíma. Áður fyrr,
meðan eigi voru lagðir vegir hér,
var larið með póst og fólk sjó-
veg, oft inn á Blönduós. Elstu
samgöngubætur á þessari leið
eru brýrnar, sem komu á undan
hinum upphleypta vegi. Svöruðu
þær ekki lengur kröfum tímans
um þungaflutninga og voru eigi
ávallt greiðfærar, sökum mikilla
snjóa, er settist við jrær, enda
voru þær í lægðum milli bakk-
anna. Var nú hafist lianda á
myndarlegan hátt þessu til bóta
við endurbyggingu brúnna á
Hrafná, Hallá og Laxá.
Hrafnárbrúin hafði verið
brostin og steypt við hana til
styrktar. Var hún endurbyggð
neðar við ána, en áður var og
liærri, svo vegurinn er á jafn-
sléttu báðum megin.
Laxárbrú. Endurbyggingu