Húnavaka - 01.05.1974, Síða 210
206
HÚNAVAKA
störfum og dvelur við nám ásamt
fjölskyldu sinni í Kaupmanna-
höfn. Karl Lúðvíksson fékk
lausn frá störfum og réðst sem
kennari að Reykjanesi við ísa-
fjarðardjúp. Skólastjóri var ráð-
inn Jóhanna Kristjánsdóttir úr
Önundarfirði, kennari í Reykja-
vík, og nýir kennarar voru hjón-
in Bjarni Harðarson og kona
hans Kolbrún Þórðardóttir úr
Reykjavík og Sigurður Hákonar-
son kenndi dans. Endurnýjuð
voru húsgögn í stofum, 25 borð
og stólar, keyptur fjölritari og
ný skuggamyndavél, fyrir tungu-
málakennslu segulbandsspólur
og veggspjald og dúkar til að
líma myndir á.
Fjögur systkini luku prófi á
árinu, börn Soffíu Lárusdóttur
og Guðmundar Jóhannessonar,
Hólavegi 25. Tvíbnrðabræður
Karl og Ingibergur stúdentsprófi
frá stærðfræðideild Menntaskól-
ans á Akureyri. Lára verslunar-
prófi frá Verslunarskóla Islands.
Guðmundur meistaraprófi í
húsasmíði við Meistaraskólann í
Reykjavík, og mágur ])eirra syst-
kina, Eðvarð Hallgrímsson frá
Helgavatni, búsettur á Skaga-
strönd, einnig sama prófi. Eyrún
Birgisdóttir í Straumnesi lauk
prófi frá Húsmæðrakennara-
skóla íslands, matreiðsluprófi til
að veita forstöðu og yfirumsjón
með mataræði á sjúkrahúsum.
Á bændaskólum landsins urðu
Húnvetningar með hæstn eink-
unnir við burtfararpróf. A Hól-
um í Hjaltadal Einar Guð-
mundsson frá Neðri-Mýrum, og
frá Hvanneyri Vignir Vigfússon,
Skinnastöðum. Var þeirn á
bændahátíðinni á sjálfri Jóns-
messunni afhentar gjafir frá
lhinaðaisambandi A.-Hún. Þá
féll niður í síðasta riti nafn Gnð-
mundar Jónatanssonar í Höfða-
brekku er lauk á fyrra ári stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri. Ljósmæðraprófi lauk
Margrét Guðmundsdóttir við
Ljósmæðraskólann í Reykjavík.
Heyskapur.
Grasspretta var ágæt, hey-
skapartíð hagfelld, heyfengur
7800 hestburðir, 1156 kindur
eru á fóðrum, 10 kýr og hross
145.
Þá má telja til nýlundu í bú-
skap að Jón Benediktsson, eig-
andi Hafna á Skaga, fangaði 17
haustseli fyrir Hafnarlandi og
flutti lifandi til Sædýrasafnsins í
Hafnarfirði. Mun fyrirhugað að
þessi selastofn verði fluttur út
til dýragarða.
Sjómannadagurinn var hald-
inn 3. júní. Hófst hátíðin með
skrúðgöngu sjómanna frá höfn-
inni að Hólaneskirkju, sr. Ró-
bert Jack prestur á Tjörn rness-
aði í forföllnm sóknarprests, er