Húnavaka - 01.05.1974, Page 213
HÚNAVAKA
209
hátíðamessa í Höskuldsstaða-
kirkju en þá átti hún 10 ára
vígsluafmæli. Sr. Pétur Þ. Ing-
jaldsson predikaði, en sr. Árni
Sigurðsson þjónaði fyrir altari,
en kirkjukór Undirfellskirkju
söng undir stjórn Sigrúnar
Grímsdóttur í Saurbæ. Sr. Árni
Sigurðsson sýndi skuggamyndir
frá Rómaborg og flutti erindi
um leið. Jón Pálsson sýndi kvik-
myndina Vorið. Kvenfélag
Höskuldsstaðasóknar v e i 11 i
kirkjugestum kaffi. Kvenfélagið
gaf kirkjunni 3 stóla úr teak
klædda rauðu skinnlíki og
Magdalena Einarsdóttir gaf 1
slíkan stól til minningar um
systkini sín frá Síðu, Björn smið
Einarsson á Blönduósi, Elísa-
betu og Sigurlaugu Einarsdætur.
Eru stólar þessir í kór kirkjunn-
ar. Kvenfélagið gaf líka 27. nóv.
skírnarfont í kirkjuna, sem á er
letrað: „Gefinn af Kvenfélagi
Höskuldsstaðasóknar 1973, til
minningar um látnar félagskon-
ur.“ Einnig er letrað á fontinn:
„Leyfið börnunum að koma til
mín og bannið þeim það ekki
því slíkra er guðsríki". Er font-
urinn skorinn úr birki, skraut-
lega gerður af Sveini Ólafssyni
myndskera.
18. apríl gaf Hafsteinn Jónas-
son og Soffía Sigurðardóttir frá
Njálsstöðum, Höskuldsstaða-
kirkju 10.000,00 kr. á afmæli
hennar. Skyldi J^esu fé varið til
að leiða vatn í kirkju og fullgera
snyrtingu hennar með hrein-
lætistækjum. En Hafsteinn Jón-
asson var formaður sóknarnefnd-
ar er bygging Höskuldsstaða-
kirkju stóð yfir.
Þann 1. janúar í messu í Hofs-
kirkju var henni afhentur að
gjöf gólfdregill vínrauður að lit
úr plusi, afarvandaður frá kon-
um úr Hofssókn á Suðurlandi.
Með þessari gjöf fylgdi þessi
lesning:
Litla gjöf við leggjum
Ijúft að skauti Jrínu.
Okkar æskukirkja
yst í Húnaþingi.
Hlýjar hjartans kveðjur
hér við sendum allar
biðjum Guð að blessa
byggðina okkar heima.
Konur úr Hofssókn
á Suðurlandi.
Þann 22. júlí 1973 var Hofs-
kirkju gefinn skírnarfontur af
Margréti Björnsdóttur frá Ör-
lygsstöðum. Er þetta ágætur
gripur úr mahony, útskorinn
eftir Svein Ólafsson, með rósa-
bekk á fæti og efstu brún kring-
um skírnarskál, sem er úr
kristall ofan í silfurplettskál úr
búi Örlygsstaðahjóna, Jreirra
Björns Guðmundssonar og Sig-
14