Húnavaka - 01.05.1974, Qupperneq 215
HÚNAVAKA
211
RITGERÐASAMKEPPNI.
Félag áfengisvarnanefnda í A,-
Hún. efndi á árinu 1973 til rit-
gerðasamkeppni í 12 ára bekkj-
um skólanna á félagssvæðinu.
Þeir þátttakendur, er best
þóttu hafa gert, einn úr hverjnm
skóla, unnu til leikhúsferðar til
Reykjavíkur. Voru það þau Ás-
dís Þórbjörnsdóttir, Höfðakaup-
stað, Helga Halldórsdóttir,
Blönduósi og Pétur Guðmunds-
son, Ásbrekku, Vatnsdal.
Þá voru og veitt 11 bókaverð-
laun.
VORSPRETTURINN OG BOÐHLAUP.
Áfengisvarnanefnd Blönduóss
gekkst vorið 1973, í samvinnu
við Umf. Hvöt, fyrir víðavangs-
hlaupi, sem kallað var Vor-
spretturinn. Hlaupið var þrisvar
sinnum og var þátttaka allgóð,
einkum í yngri aldursflokkun-
um. Keppt var í 3 aldursflokk-
um stúlkna og 4 drengja.
Verðlaunastyttur voru veittar
þeim, sem bestum árangri náðu
í hverjum flokki að samanlögðu
í öllum þrem hlaupunum. Þær
eru farandgripir. Verðlauna-
peninga hlutu þau, er best hlupu
í hverjum árgangi. Þá voru við-
urkenningarskjöl veitt eftir
hvert hlaup.
Verðlaunagripir voru gefnir
af eftirtöldum aðilum: Áfengis-
varnanefnd Blönduóss; Búnað-
arbanka Islands, útibúi á Bl.;
Fróða h.f.; Kvenfélaginu Vöku;
Lionsklúbbi Blönduóss; Pólar-
prjóni h.f.; Stíganda h.f.; Vísi s.f.
Nefndin efndi og til og vann
að, í samvinnu við Umf. Hvöt
og Umf. Fram, boðhlaups milli
Blönduóss og Skagastrandar.
Þátttakendur voru unglingar frá
nefndum stöðum, stúlkur 7 til
16 ára, drengir 7 til 20 ára, einn
úr hverjum árgangi. Hlaupið var
sem leið liggur milli staðanna,
frá Skagaströnd til Blönduóss.
FRÁ SPARISJÓÐI SKAGASTRANDAR.
Heildarinnstæðufé í árslok 1973
var 51,8 milljónir króna og hafði
aukist á árinu um 18 milljónir,
eða 53,3%.
Útlán voru í árslok 30,5 millj-
ónir króna og höfðu aukist á
árinu um 40%.
Innstæður sparisjóðsins hjá
Seðlabanka íslands og öðrum
bönkum voru í árslok 21 milljón
króna.
Innborgaðir vextir voru 4.535
þúsundir, en innfærðir vextir af
innstæðufé 3.089 þúsundir
króna.
Rekstrarhagnaður, 1.606 þús-
undir, var lagður í varasjóð.
Heildarveltan á árinu 1973