Húnavaka - 01.05.1974, Page 219
HÚNAVAKA
215
Frá Skákþingi Norðlendinga. Talið frá vinstri: Gylfi Þórhallsson, Jón Hannes-
son, Baldur Þórarinsson, Ari Hermannsson, skákstjóri og Jónas Halldórsson.
vinninga. í öðru til þriðja sæti
urðu Hjörleifur Halldórsson,
Steinsstöðum, Öxnadal, og Jónas
Halldórsson, Leysingjastöðum,
hlutu 7 vinninga hvor. I fyrsta
flokki var tefld tvöföld umferð.
Þar sigraði Eggert Levý, Htina-
völlum, með 4i/4 vinning, annar
varð Björn Kristjánsson, Blöndu
ósi, með 4 vinninga og þriðji
Eyþór Hauksson, Sauðárkróki,
hlaut 2 vinninga. í sveinaflokki,
16 ára og yngri, varð efstur Jó-
hann Ævarsson, Blönduósi, með
9 vinninga, annar Albert Svav-
arsson, Miðhúsum, með 8 vinn-
inga og þriðji Einar Guðmunds-
son, Blönduósi, hlaut 7 vinn-
inga. Er þetta í fyrsta sinn sem
keppt er í sveinaflokki á Skák-
þingi Norðlendinga.
I lok skákþingsins fór fram
Hraðskákmeistaramót Norður-
lands. Keppendur voru 32, víðs-
vegar að af Norðurlandi. Sigur-
vegari varð Freysteinn Þor-
bergsson, hlaut 28i/á vinning.
Annar varð Gunnlaugur Guð-
mundsson, Akureyri, með 27þ^
vinning, og þriðji Hjörleifur
Halldórsson með 261/^ vinning.
USAH sá um framkvæmd
mótsins, skákstjóri var Ari Her-
mannsson.