Húnavaka - 01.05.1974, Page 221
HÚNAVAKA
217
í almennt vegaviðhald vorn
notaðar 4,2 milljónir króna, og
heflun vega kostaði 1,5 milljónir
króna. Að sögn vegaverkstjóra er
viðhaldsfé allt of lítið. Þyrfti
fjárveiting til viðhalds að aukast
verulega frá því sem hún hefur
verið undanfarin ár.
Mikil aurbleyta var á vegum
í sýslunni, þegar klaki var að
fara úr jörð á sl. vori. Olli þetta
ástand margvíslegum erfiðleik-
um og tjóni. Þungaflutningar
lágu niðri í langan tíma svo
margar vörutegundir gengu til
þurrðar og illa gekk að flytja
mjólk úr sumum sveitum. Aur-
bleyta er ekki nýtt fyrirbæri.
Hún veldur erfiðleikum á
hverju vori og stóran þátt í
henni á lítið viðhald vega.
Margir vegir í héraðinu eru
gamlir og lágir. Á þá safnast
mikill snjór á hverjum vetri svo
samgöngur liggja niðri. Þeir
nýju vegir, sem lagðir hafa verið
á undanförnum árum, eru hins
vegar yfirleitt snjóléttir.
Mikil nauðsyn er því á úrbót-
um í vegamálum sýslunnar á
næstu árum, enda eru góðir
vegir ein af aðalundirstöðunum
undir eflingu byggðar um land
allt.
Á árinn var greitt fyrir rúma
15 km af girðingum með vegum
í sýslunni. Var það um 25% af
heildarkröfum urn girðingar, ef
miðað er við beiðnir í ársbyriun
1973.
A fjallvegum í sýslunni var
unnið fyrir 725 þús. krónur og
ljárveitingar úr ríkissjóði til að
gera fyrirhleðslur í ár voru 500
þúsund.
Úr sýsluvegasjóði var veitt 2,2
millj. króna. Þar af var 300 þús.
króna framlag til heimreiða.
I vor varð sú nýskipan á stjórn
vegamála í sýslunni, að Austur-
Húnavatnssýsla, sem verið hefur
sama verkstjóraumdæmi og
Skagafjörður, með yfirverkstjóra
á Sauðárkróki, varð sjálfstætt
verkstjóraumdæmi. Héraðsverk-
stjóri er Þormóður Pétursson.
M. Ó.
ÝMISLEGT.
14. mars fóru fimm Bólhlíðingar
á þrem vélsleðum til Hveravalla.
Gekk sú ferð vel að öðru leyti
en því, að einn sleðinn bilaði á
heimleiðinni, og varð að skilja
hann eftir við Ströngukvísl.
Hjónin á Hveravöllum létu vel
af veru sinni þó ekki væri þar
gestkvæmt, en þau höfðu ekki
fengið heimsókn frá því í
janúar.
Bólhlíðingar sögðu lítinn snjó
á Eyvindarstaðaheiði, og kenndi
þar víða jarðar. Meiri snjór
virtist á Auðkúlnheiði.