Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 3
Komið er enn á ný að Íslensku sjávar-
útvegssýningunni, vettvangi þar sem
lang stærstur hluti þeirra sem tengist
atvinnugreininni hittist, ber saman
bækur, kynnist nýjungum, ræðir nútíð-
ina og ekki hvað síst framtíðina. Ægir
er að þessu sinni helgaður sýningunni
og sýnendum. Blaðið endurspeglar,
líkt og sýningin sjálf, að eins og jafnan
áður er mikil gróska í greininni og sú
hugsun umframt allt ríkjandi að gera
enn betur á morgun en í dag. Sá hugsunarháttur er það dýr-
mætasta sem þessi atvinnugrein á.
Íslenska sjávarútvegssýningin er viðburður sem vekur al-
menna athygli á greininni, bæði hérlendis og erlendis. Þeir
sem standa að sýningunni hafa notað tækifærið og staðið fyrir
dagskrá við hlið hennar sem varpar ljósi á ýmislegt sem er að
gerast í sjávarútvegi. Jafnframt eru veittar viðurkenningar þeim
aðilum í greininni sem þykja standa fremstir meðal jafningja á
sínum sviðum. Klapp á bakið er mikilvægt þegar vel er að
verki staðið.
Sjávarútvegurinn var á margan hátt ljósið í gegnum hrunárin
á Íslandi. Vissulega hefur mikið verið deilt um veiðileyfagjöld
og fleiri þætti en allir geta verið sammála um að mikill útflutn-
ingur sjávarafurða á þessum árum lagði þung lóð á þær
vogarskálar sem þurfti til að skila þjóðinni frá botninum áleiðis
upp úr öldudalnum. Búast hefði mátt við meira bakslagi í út-
flutningstekjum miðað við efnahagslegar þrengingar á mörg-
um markaðssvæðum íslensks sjávarútvegs en útflutningsfyrir-
tækin náðu góðum árangri við þessar aðstæður. Sem aftur má
svo velta fyrir sér hvort ekki líka á sínar skýringar í góðum
framleiðsluvörum, góðu hráefni, vandaðri vinnubrögðum við
veiðar og svo mætti lengi telja. Sjávarútvegurinn er nefnilega
eins og ein fjölskylda og þegar hún vinnur samhent þá kemur
árangurinn fljótt í ljós.
Segja má að íslenskur sjávarútvegur standi alltaf á kross-
götum og það gerir hann nú. Í þessari grein eru alltaf ný tæki-
færi í sjónmáli, hugvitið á sér engin takmörk í nýjungum í
vinnslubúnaði. Sama má segja um kjark greinarinnar til um-
breytinga og sóknar á nýjum sviðum ef þar er árangurs að
vænta. Greinin verður seint sökuð um að hjakka alltaf í sama
farinu, þvert á móti. Nú er hafin umfangsmikil endurnýjun í
skipastólnum sem löngu var orðin tímabær. Mikið er líka að
gerast í landvinnslunni og fjárfesting að aukast.
Allt þetta – og margt annað – mun birtast gestum á Ís-
lensku sjávarútvegssýningunni.
Jóhann Ólafur
Halldórsson ritstjóri
skrifar
Hátíð sjávarútvegs
Út gef andi:
Athygli ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Athygli ehf. Glerárgata 24, Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
Sími 515-5220. GSM 899-9865.
Net fang: johann@athygli.is
Aug lýs ing ar:
Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206.
GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Hönnun & umbrot:
Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Sími 515-5200.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5.100 kr.
Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205
ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.