Ægir - 01.08.2014, Síða 64
60
Friðrik A. Jónsson og Marás sérhæfa
sig í öllu sem viðkemur sjávarútvegi og
rekstri fiskiskipa. Hvort sem um er að
ræða búnað sem nauðsynlegur er í
brúnni s.s. siglingatæki, staðsetninga-
tæki, fiskileitartæki, fjarskiptatæki eða
vélbúnað fyrir skip s.s. bátavélar, gíra,
bátaskrúfur og skipskrana svo eitthvað
sé nefnt.
„Í sjávarútvegi er það þjónustan sem
telur. Menn hafa lítið við búnað að gera
ef honum fylgir engin þjónusta. Útgerðir
með dýra fjárfestingu verða að geta
treyst á góða þjónustu og faglega ráð-
gjöf,“ segir Hallgrímur Hallgrímsson,
sölustjóri hjá Marás.
Marás er m.a. umboðsaðili fyrir YAN-
MAR skipa- og bátavélar sem eru þekkt-
ar fyrir áreiðanleika, lágan viðhalds-
kostnað og síðast en ekki síst fyrir spar-
neytni. YANMAR framleiðir mjög breiða
línu véla, allt frá 6 hestöflum upp í 6.000
hestöfl. „Það eru afar fáir vélaframleið-
endur með svo breitt svið. Þetta eru vél-
ar sem eru sérhannaðar sem skipa- og
bátavélar.“
„Við flytjum auk þess inn flest það
sem menn nota við viðhald og nýsmíði
skipa t.d. ljósavélar, skrúfur, gíra, glugga,
hurðir, dælur, krana og í raun alla hluti
sem þarf til viðhalds og smíða á skip-
um,“ segir Hallgrímur.
Sjávarútvegssýningin verður dálítill
vendipunktur hjá Marás því þar mun
koma í ljós hver þáttur fyrirtækisins
verður í erlendum nýsmíðum á næst-
unni. „Við gerum okkur vonir um að við
getum greint frá einhverju fréttnæmu
þá. Hvað nýsmíðar á bátum varðar þá er
verið að byggja nýjan bát hjá Víkingbát-
um fyrir Nónu ehf. sem er í eigu Skinn-
ey-Þinganess og við erum með vélbún-
aðinn í þann bát. Einnig er Seigla að
smíða tvo báta fyrir Stakkavík í Grinda-
vík. Við erum einnig með vélbúnaðinn í
þeim báðum. Þá er Siglufjarðar Seigur
að smíða nýjan bát fyrir útgerð á Rifi og
við erum með vélbúnað í þann bát. Við
komum nálægt mjög stórum hluta þeirra
nýsmíða og viðhaldsverkefna sem fara
fram innanlands. YANMAR er sennilega
með vélar í flestum íslenskum skipum
og bátum í dag,“ segir Hallgrímur.
YANMAR er rótgróinn framleiðandi
sem hefur verið starfandi í yfir eitt hund-
rað ár og er Marás enn að þjónusta vél-
ar sem voru settar í báta fyrir um 40
árum síðan. Í Bylgju VE-75, sem er
togari og smíðaður í Slippstöðinni á Ak-
ureyri 1991, er t.d. 1200 hp YANMAR að-
alvél sem er enn að gera það gott.
„Við erum með alhliða þjónustu fyrir
sjávarútveginn og erum með flestan
þann búnað sem á þarf að halda á ein-
um stað. Síðan kemur Friðrik A. Jónsson
með öll tækin í brúna og ýmsan rafbún-
að. Við spönnum því saman allt sviðið,
hvort sem málið snýst um viðhald,
endurnýjun eða nýsmíði,“ segir Hall-
grímur.
Marás verður á bás B10 ásamt FAJ.
Hallgrímur segir að það sé alltaf stofnað
til einhverra viðskipta á sýningunni en
það sem skiptir ekki síður máli er kynn-
ing á þeirri vöru og þjónustu sem fyrir-
tækin bjóða.
Marás ehf.
Miðhrauni 13, Garðabæ
Sími 555 6444
maras@maras.is
maras.is Bás B10
Hallgrímur Hallgrímsson, sölustjóri hjá Marás.
Í sjávarútvegi
er það þjónustan
sem telur