Ægir - 01.08.2014, Síða 80
76
„Sjávarútvegssýningin er mjög góður
vettvangur til að sýna sig og sjá aðra,
styrkja viðskiptasambönd sem fyrir eru
og skapa ný. Við hlökkum til þess að
ræða málin við sýningargesti. Orð eru til
alls fyrst, líka í viðskiptum!
Hefðin er rík hjá Skeljungi að nota
þetta tækifæri vel til að kynna þar félag-
ið á áberandi hátt og kynnast betur fólki
og fyrirtækjum í sjávarútvegi og þjón-
ustugreinum hans,“ segir Valgeir
Baldursson, forstjóri Skeljungs. Hann
tók við því starfi í maí sl. og hafði í fimm
ár þar áður verið forstöðumaður neyt-
endasviðs og fjármálastjóri fyrirtækisins.
Hann hefur því mikla þekkingu og
reynslu af starfseminni, þar á meðal af
samskiptum við viðskiptavini Skeljungs í
sjávarútvegi. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki
hafa skipt við Skeljung í áratugi og Val-
geir segist ætla að stuðla að því að í
þeim viðskiptavinahópi fjölgi umtalsvert
á næstu misserum.
Samningur við 10-11
„Skeljungur er að ganga í gegnum
skeið mikilla skipulagsbreytinga sem
miða að því að efla þjónustu á öllum
sviðum og skerpa fókus þar sem við
kunnum best til verka, það er að segja
að selja og þjóna viðskiptavinum með
eldsneyti, olíu- og rekstrarvörur af ýmsu
tagi.
Þeir sem sérhæfa sig í verslunar-
rekstri annast rekstur verslana við bens-
ínstöðvar Shell og Orkunnar og við höf-
um blásið til sóknar á öllum sviðum, við-
skiptavinum okkar í hag, þar á meðal
sjávarútvegsfyrirtækjum.“
Valgeir vísar hér í nýlegan samning
Skeljungs við rekstrarfélag Tíu ellefu
ehf. um rekstur alls tólf verslana Shell
og Orkunnar á höfuðborgarsvæðinu og
á Akranesi. Fyrir rak 10-11 verslanir
Orkunnar við Dalveg og Shell við Miklu-
braut.
Áfram verður haldið á þessari braut í
samræmi við stefnu sem mörkuð var á
sínum tíma og hafði að leiðarljósi að
einfalda reksturinn, horfa fyrst og fremst
til kjarnastarfsemi olíufélags en leita eftir
samstarfi við aðra um annan verslunar-
rekstur bensínstöðvanna. Félagið rekur
alls 65 stöðvar um allt land undir merkj-
um Skeljungs og Orkunnar.
Þjónusta á sjálfsafgreiðsluverði
„Við fetum braut Shell í Skandinavíu og í
Bretlandi með því að taka upp víðtækt
samstarf við 10-11. Þetta fyrirkomulag
hefur verið þar við lýði um hríð með
ágætum árangri og reynslan lofar góðu
hér. Shell í Skandinavíu hefur til dæmis
um árabil átt farsælt samstarf við 7-El-
even verslunarkeðjuna,“ segir Valgeir
forstjóri.
„Fasteignirnar eigum við áfram og
með samstarfinu verður aukin áhersla
lögð á skyndirétti, gott kaffi, úrval af
hollusturéttum og helstu nauðsynjavörur
fyrir heimilið og sumarbústaðinn. Við
styrkjum jafnframt stöðu okkar í sölu og
þjónustu með eldsneyti, olíuvörur og
bílavarning. Til dæmis vek ég athygli á
því að viðskiptavinir fá nú þjónustu á
sjálfsafgreiðsluverði á plani Shellstöðv-
anna.
Þegar á heildina er litið eflum við
þjónustu okkar enn frekar og það á
auðvitað líka við um sjávarútveginn, at-
vinnugrein sem við metum mikils og
leggjum mikið upp úr að starfa með og
þjóna af umhyggjusemi.“
skeljungur.is Bás F10
Skeljungur hf.
Borgartúni 26, Reykjavík
Sími 444 3000
skeljungur@skeljungur.is
Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, á Shellstöðunni Hagasmára (við Smáralind).
Skeljungur skerpir
fókus og eflir
þjónustu enn frekar