Ægir - 01.08.2014, Side 106
102
vis.is Bás D63
VÍS
Ármúla 3, Reykjavík
Sími: 560 5000
vis@vis.is
„Á sama tíma og slysum í fiskvinnslu
fjölgar hefur vinnuslysum sjómanna
blessunarlega fækkað,“ segir Gísli Níls
Einarsson, sérfræðingur í forvörnum inn-
an sjávarútvegsteymis VÍS. Árangurinn
sem náðst hefur til sjós segir hann að
megi þakka samstilltu átaki margra, ekki
síst Slysavarnaskóla sjómanna. Þá
kappkosti VÍS að bæta öryggi bæði til
sjós og lands með margvíslegum hætti.
„Þótt ég segi sjálfur frá þá höfum við á
að skipa frábærri og þrautreyndri áhöfn
í sjávarútvegsteymi okkar,“ segir hann
með bros á vör. „Samanlögð starfs-
reynsla okkar í greininni telur áratugi. Í
teyminu eru fyrrverandi skipstjórar, stýri-
menn, vélstjóri og hásetar. Þannig að
auk þess að bjóða hvers kyns
tryggingar sem útvegurinn þarf á að
halda búum við að mikilli sérþekkingu
og vitum hvað viðskiptavinir okkar eru
að tala um. Ég leyfi mér því að fullyrða
að þjónustan er framúrskarandi.“
Mikið verk að vinna
Vinnuslysum í fiskvinnslu hefur fjölgað
verulega á undanförnum árum og tíðni
alvarlegra slysa hækkað. Í tölum frá
Vinnueftirlitinu kemur fram að á fimm
ára tímabili fjölgað slysunum úr 68 árið
2009 í 193 í lok árs 2013 eða um 180%.
„Þetta er alvarleg og umhugsunarverð
þróun ekki hvað síst í ljós fjölgunar
alvarlegra vinnuslysa. Það er greinilega
mikið verk að vinna,“ segir Gísli Níls.
Hann telur líklegt að skýringar á þessari
óheillaþróun séu margar og ólíkar.
Hugsanlega séu vinnuslys tilkynnt í rík-
ari mæli en áður en það eitt skýri varla
þessu miklu fjölgun.
„Í viðræðum mínum við fólk í grein-
inni hefur verið bent á að fiskvinnslurnar
eru mun afkastameiri í dag en áður.
Hraðinn hefur aukist og vélarnar eru öfl-
ugri sem gæti skýrt að slysin eru alvar-
legri en áður.“ Gísli Níls bendir á að ör
skipti milli tegunda í vinnslunni og álag,
þegar mikið hráefni er unnið á stuttum
tíma geti einnig haft áhrif. Það geti boð-
ið hættunni heim að breyta ört vinnuað-
stæðum og færa t.d. fólk á milli véla
sem vinna mishratt. Ófullnægjandi eða
engar leiðbeiningar, skortur á þjálfun og
tungumálaörðugleikar skerði svo enn
frekar öryggið í mörgum tilfellum.
Samfélagsleg ábyrgð að gæta
öryggis starfsfólks
Gísli Níls segir að meiri gæðakröfum
kaupenda hafi verið mætt með breytt-
um tækjabúnaði og nýjum verkferlum.
Það hafi skilað góðum árangri í vinnsl-
unni sjálfri. Samhliða ætti öryggi og að-
búnaður starfsfólks að batna en því mið-
ur sé það ekki alltaf raunin. „Öryggis- og
gæðamál eiga algjöra samleið og segja
má að þetta sé sitthvor hliðin á sama
peningnum. Mér finnst allir af vilja gerðir
en hér er greinileg brotalöm.“ Til áherslu
bætir Gísli Níls við að með auknu vægi
öryggismála verði verkferlar skýrari og
vinnuaðstæður betri. Vinnuslysum
fækki, afköst aukist og kostnaður vegna
fjarveru starfsmanna og vinnustöðvunar
í kjölfar slysa lækki. „Það er samfélags-
leg ábyrgð að gæta vel að öryggi starfs-
fólks og hagur allra.“
Gísli Níls segir að auk þess að veita
góða þjónustu og ráðgjöf vinni sjávarút-
vegsteymi VÍS ötullega að forvörnum
með þeim útgerðum sem tryggja hjá fyr-
irtækinu. Meðal annars með árlegum út-
tektum og ráðgjöf um öryggismál í land-
vinnslu. Einnig hafi VÍS um árabil verið í
góðu forvarnarsamstarfi við Slysavarna-
skóla sjómanna um bætta öryggismenn-
ingu um borð í fiskiskipum útgerða hjá
VÍS. „Við í sjávarútvegsteyminu erum af-
skapleg stolt af því að VÍS var fyrsta
tryggingafélagið til að fara í slíkt sam-
starf við skólann. Það var árið 2009 og
hefur sannað gildi sitt með miklum og
sýnilegum árangri.“
Forvarnir, tryggingar
og þjónusta fara
saman hjá VÍS
Sérfræðingar í sjávarútvegsteymi VÍS. Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fyrir-
tækjasviðs, Hlynur Angantýsson, Árni Sverrisson, Gísli Níls Einarsson og Ingvaldur Mar
Ingvaldsson.