Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2014, Page 122

Ægir - 01.08.2014, Page 122
118 Eins og á fyrri sýningum verður Hamp- iðjan með veglegt sýningarsvæði á Ís- lensku sjávarútvegssýningunni í ár. „Við höfum frá mörgu að segja og verðum með fjölbreytta kynningu á helstu vörum okkur á sýningunni, þar á meðal Gloríu flottrollin, Dynex togtaugarnar og Dynex höfuðlínukapalinn sem var valinn áhugaverðasta nýjungin á síðustu sjáv- arútvegssýningu,“ segir Hjörtur Erlends- son, nýr forstjóri Hampiðjunnar sem tók við forstjórastarfinu fyrr í sumar. Hjörtur er enginn nýgræðingur í faginu því hann hefur starfað hjá Hampiðjunni í 29 ár. Meðal nýjunga sem Hampiðjan kynn- ir nú er Quick fellilínan sem tryggir að trollpokinn haldist opinn og gott streymi sé í gegnum hann í toginu. Quick línan, sem er úr Dynexi hefur mikinn lengdar- stöðugleika og því tognar ekki á henni. Hjörtur segir að með trollpokalínu sem er stöðug í lengd sé komið í veg fyrir að netið lokist þegar teygist á trollpokan- um. Þegar það gerist hættir sjórinn að streyma í gegnum trollið og það tognar á möskvunum þannig að smærri fiskur á erfiðara með að sleppa út. Með góðu flæði í gegnum pokann er trollið ekki eins þungt í drætti og hráefni sem kem- ur úr pokanum er betra vegna þess að fiskurinn merst síður og stærðarflokkun- in verður meiri. Hann segir mjög fljótlegt að setja Quick línuna á og taka hana af. Tugir einkaleyfa Quick línan var sett á fyrsta pokann fyrir um 9 mánuðum og síðan er hún komin um borð í fjögur skip og hefur reynst vel, að sögn Hjartar. Quick línan er alfar- ið þróuð hjá Hampiðjunni og um þessar mundir er verið að sækja um einkaleyfi fyrir þessari uppfinningu. „Við reynum að vernda þær hugmyndir sem eru þróaðar hjá Hampiðjunni og einkaleyfin sem Hampiðjan hefur fengið skipta í dag tugum enda spannar starfsemi fyrir- tækisins vítt svið, bæði í fiskveiðum og í olíuiðnaði.“ Hjörtur segir ekki nóg að skrá einkaleyfi, menn verði líka að vera tilbúnir til að fylgja þeim eftir og grípa til aðgerða ef upp koma grunsemdir um eftirlíkingar af þeim lausnum sem fyrir- tækið hefur þróað. „Hampiðjan er að mínu mati fremst í dag í þróun og framleiðslu á tilbúnum veiðarfærum en samkeppnin er mjög hörð. Það eru margir sem vilja feta í okkar fótspor og þess vegna er nauðsynlegt að verja þá miklu fjár- festingu sem við höfum lagt í við þróun veiðarfæra og annarra lausna.“ Að- spurður segir hann að auk innlendrar samkeppni sé Hampiðjan í samkeppni við aðila í Færeyjum og Noregi en einnig séu Rússar nú að koma inn á þennan markað. Góðir bandamenn Hjá Hampiðjunni er ekki að finna sérs- taka þróunardeild heldur á þróunin sér stað alls staðar í fyrirtækinu og í sam- starfi við viðskiptavini þess. „Starfsfólk Hampiðjunnar á langan feril að baki hjá fyrirtækinu á öllum sviðum starfseminn- ar og hefur því mikla reynslu og þekk- ingu sem gefur fyrirtækinu styrk og er lykillinn af velgengni þess. Það er hluti af fyrirtækjamenningu Hampiðjunnar að hér eru allir með hugann við vöruþróun. Við erum stöðugt að þróa og betrumbæta okkar vörur og við búum svo vel að eiga öfluga veiðarfæraverk- smiðju í Litháen sem auðveldar alla þessa vinnu. Við getum sent nýjungar til Hampidjan Baltic í Litháen og látið út- búa prufur og þannig verða smám saman til lausnir sem síðar eru settar í framleiðslu. Við erum alltaf með hugann við hvernig hægt er að gera hlutina bet- ur og því má segja að þróunarferlið taki aldrei enda.“ Hjörtur segir Íslendinga framfarasinnaða og fylgjast vel með nýj- ungum. „Við höfum notið góðs af því að íslenskir útvegsmenn, skipstjórnarmenn og sjómenn hafa verið tilbúnir að vinna með okkur að nýjungum. Það auðveldar mjög okkar starf að eiga þessa góðu bandamenn í greininni, “ segir Hjörtur. Hampiðjan Skarfagarðar 4, Reykjavík Sími 530 3300 info@hampidjan.is Þróunarferlið tekur aldrei enda hampidjan.is Bás D50 Hjörtur Erlendsson, nýr forstjóri Hampiðjunnar, segir fyrirtækið hafa notið góðs af því í gegn- um árin að íslenskir sjómenn og útvegsmenn hafa alltaf verið tilbúnir að vinna með þeim að nýjungum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.