Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 144
140
Sviðsmyndagreining er ein af þeim að-
ferðum sem framsýnir stjórnendur geta
nýtt sér við undirbúning stefnumótunar,
áætlanagerðar og áhættugreiningar en
hún byggist á því að dregnar eru upp
nokkrar en ólíkar lýsingar á þeim að-
stæðum sem upp geta komið í starfs-
umhverfinu. Með aðferðafræði sviðs-
mynda er varpað ljósi á það hvaða
ákvarðanir þarf að taka í náinni framtíð
og hvaða hugsanlegar afleiðingar þær
geta haft.
Markmið sviðsmyndagreininga er að
meta mögulega framtíðarþróun og ná
utan um helstu óvissuþætti sem
nauðsynlegt er að hafa í huga við stefn-
umarkakandi ákvarðanir og aðra þætti í
undirbúningi stjórnenda áður en kemur
að ákvarðanatöku. Ráðgjafarsvið KPMG
hefur sérhæft sig á þessu sviði og er
leiðandi í notkun aðferðafræðinnar hér
á landi. Sem dæmi má nefna að fyrr á
þessu ári notuðu sérfræðingar fyrirtæk-
isins hana til að meta hvaða áhrif mis-
munandi aðferðir við afnám fjármagns-
hafta gætu haft bæði á einstök fyrirtæki
og eins þjóðarhag (Sjá nánar á www.
kpmg.is).
Nauðsynlegur undirbúningur
„Öll þekking okkar er úr fortíðinni en all-
ar ákvarðanir sem við tökum snerta
framtíðina. Við mótum framtíð okkar
með þeim ákvörðunum sem við tökum
eða tökum ekki í dag. Það er því bæði
rökrétt og eðlilegt að skilja sem best
hvernig möguleg framtíð getur litið út –
áður en kemur að ákvarðanatöku. Þetta
getur í daglegu amstri, t.d. í sjávarútveg-
inum, snúist um það hvort stjórnendur
eigi að kaupa nýtt skip, stækka vinnslu
eða ráðast í áhættusamar fjárfestingar
eða ákvarðanir af öðru tagi,“ segir Sæv-
ar Kristinsson, verkefnastjóri á ráðgjaf-
arsviði KPMG.
Sævar, sem er einn af höfundum
bókarinnar Framtíðin – frá óvissu til ár-
angurs og fjallar um notkun sviðsmynda,
segir að sviðsmyndaaðferðin sé nýtt af
flestum stærstu fyrirtækja heims og ekki
síður af sveitarfélögum og opinberum
stofnunum. Hér á landi hefur þessi að-
ferðafræði verið notuð lengi af við-
bragðsaðilum eins og björgunarsveit-
um, Almannavörnum og slökkviliði til
undirbúnings fyrir óvæntum atburðum.
„Aðferðin hentar afar vel í rekstri fyrir-
tækja en með því að nýta sviðsmyndir
sem grunn að stefnumótun, áætlana-
gerð eða áhættugreiningu, má koma í
veg fyrir að óvæntir hlutir komi mönnum
í opna skjöldu.“
Ekki nein kristalskúla
Að sögn Sævars hentar sviðsmyndaað-
ferðin mjög vel til að stilla saman
skoðunum ólíkra hópa og leggja grunn
að sameiginlegri stefnumótun. „Að
skoða umhverfi dagsins í dag með gler-
augum framtíðarinnar auðveldar okkur
að koma auga á nýja möguleika og gef-
ur okkur heildstæðari sýn til ákvarðana-
töku. Þannig nýtast sviðsmyndir bæði
sem undirbúningur við mótun nýrrar
stefnu og/eða til að prófa hvort núver-
andi stefna standist mismunandi stöðu
sem mögulega gæti komið upp í fram-
tíðinni.“ Sævar bendir á að sviðsmynda-
aðferðin sé engin kristalskúla og alls
ekki trygging fyrir því að við getum séð
fyrir alla óvænta atburði í samfélaginu.
„Hins vegar getum við undirbúið okk-
ur undir mismunandi atburði og þannig
skapað betri skilning stjórnenda á því
hvernig eigi að bregðast við ógnunum,
en ekki síður hvernig hægt sé að nýta
tækifæri sem möguleg kunna að koma
upp í framtíðinni.
Þannig er hægt með viðurkenndum
aðferðum að greina og leggja mat á
mögulegar aðstæður sem geta komið
upp fremur en að trúa í blindni á eina til-
tekna framtíð sem oft er sú sem við vilj-
um eða væntum að verði.“ segir Sævar.
Verum viðbúin
hinu óvænta
Sævar Kristinsson, verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG: Öll þekking okkar er úr fortíðinni
en allar ákvarðanir sem við tökum snerta framtíðina.
kpmg.is
KPMG ráðgjöf
Borgartúni 27, Reykjavík
Sími 545 6000