Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2014, Page 168

Ægir - 01.08.2014, Page 168
164 Stálsmiðjan Framtak Vesturhrauni 1, Garðabæ Sími 535 5800 info@framtak.is Framtak – Blossi Dvergshöfða 27, Reykjavík Sími 535 5850 blossi@blossi.is „Sjávarútvegur er einn helsti mátt- arstólpinn undir rekstri beggja fyrirtækj- anna og saman munum við kynna þá víðfeðmu þjónustu sem við erum þekkt fyrir í greininni,“ segir Bjarni Thorodd- sen, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar Framtaks ehf. sem sýnir á bás G40 á Ís- lensku sjávarútvegssýningunni ásamt Framtaki-Blossa ehf. Sömu eigendur eru að fyrirtækjunum. Sérhæfð díselþjónusta Framtak-Blossi ehf. er með höfuðstöðv- ar sínar á Dverghöfða í Reykjavík og er helsta starfssvið þess viðgerðir og viðhald á díselkerfum skipa, bifreiða og annars díselknúins vélbúnaðar. Fyrir- tækið hefur yfir að ráða sérhæfðum vél- búnaði á díselverkstæði sínu til þessar- ar þjónustu, auk þess sem þar er boðið upp á viðgerðir á túrbínum. Þjónusta er veitt fyrir öll vörumerki á díselsviðinu en sérstök áhersla er lögð á þau merki sem Framtak-Blossi ehf. er með umboð fyrir, þ.e. Bosch, Denso og Delphi. Jafn- framt viðgerðaþjónustunni rekur fyrir- tækið varahlutaverslun fyrir díeselkerfi og túrbínur, selur startara, alternatora, loftpressur og loftpressuvarahluti, dælur, bílkrana, miðstöðvarblásara, olíur og margt fleira. Þá annast Framtak-Blossi ehf. sölu varahluta og varahlutaþjónustu fyrir MaK skipavélar, sem eru vel þekkt- ar í íslenskum sjávarútvegi og er þær að finna í mörgum fiski- og fraktskipum flot- ans. Þjónustuna við MaK vélarnar, sem og aðra þjónustuþætti, mun Framtak- Blossi ehf. kynna á sjávarútvegssýn- ingunni. Slippþjónusta og skipaviðgerðir við Reykjavíkurhöfn Hjá Stálsmiðjunni Framtaki ehf. starfa um 120 manns að jafnaði, að sögn Bjarna, en fjölgar um nokkra tugi þegar á þarf að halda vegna stórra verkefna. „Stálsmiðjan Framtak er eitt öflugasta málmsmíðafyrirtæki landsins og við höf- um á undanförnum árum unnið að stór- um verkefnum fyrir bæði stóriðjuna og orkufyrirtækin. Önnur aðalstoð okkar er þjónusta við sjávarútveginn þar sem við tökum skip til viðgerða í upptökumann- virkjunum við Reykjavíkurhöfn eða önnumst viðhald og viðgerðir á skipum þar sem þau liggja við bryggju hverju sinni. Það á bæði við um fiskiskip sem og fraktskipaflotann,“ segir Bjarni en mikið er að gera í slippnum við Reykja- víkurhöfn á þessu ári. „Þjónustan við útgerðirnar er fjöl- breytt, allt frá hefðbundnum botnhreins- unum skipa og málningu upp í stærri breytinga- og viðhaldsverkefni. Þar get- ur verið um að ræða bæði breytingar á skipunum sjálfum eða vinnslubúnaði. Við getum tekið upp stærstan hluta flot- ans, ef frá eru talin fraktskip og stærstu togarar,“ segir Bjarni. Stór þurrkví á Grundartanga í undirbúningi Á næstu fimm árum áformar Stálsmiðjan Framtak að reisa ný upptökumannvirki fyrir skip á Grundartanga í stað dráttar- brautarinnar við Reykjavíkurhöfn. „Þar ætlum við að reisa þurrkví sem verður stærsta upptökumannvirki landsins og gæti tekið flest ef ekki öll skip hér á landi. Við höfum um þetta verkefni sam- starf við Faxaflóahafnir en fyrst og fremst undirstrika þessi áform þau mark- mið Stálsmiðjunnar Framtaks að styrkja okkur enn frekar í þjónustu við skipaflot- ann,“ segir Bjarni. framtak.is Bás G40 Þekking og reynsla í þjón- ustu við sjávarútveginn Bjarni Thoroddsen, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar Framtaks ehf., í dráttarbrautinni við Reykjavíkurhöfn þar sem mikið hefur verið að gera í skipaþjónustunni í ár. Stálsmiðjan Framtak rekur dráttarbrautina en stefnir að því að koma upp stórri þurrkví á Grundartanga innan fimm ára.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.