Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 168
164
Stálsmiðjan Framtak
Vesturhrauni 1, Garðabæ
Sími 535 5800
info@framtak.is
Framtak – Blossi
Dvergshöfða 27, Reykjavík
Sími 535 5850
blossi@blossi.is
„Sjávarútvegur er einn helsti mátt-
arstólpinn undir rekstri beggja fyrirtækj-
anna og saman munum við kynna þá
víðfeðmu þjónustu sem við erum þekkt
fyrir í greininni,“ segir Bjarni Thorodd-
sen, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar
Framtaks ehf. sem sýnir á bás G40 á Ís-
lensku sjávarútvegssýningunni ásamt
Framtaki-Blossa ehf. Sömu eigendur eru
að fyrirtækjunum.
Sérhæfð díselþjónusta
Framtak-Blossi ehf. er með höfuðstöðv-
ar sínar á Dverghöfða í Reykjavík og er
helsta starfssvið þess viðgerðir og
viðhald á díselkerfum skipa, bifreiða og
annars díselknúins vélbúnaðar. Fyrir-
tækið hefur yfir að ráða sérhæfðum vél-
búnaði á díselverkstæði sínu til þessar-
ar þjónustu, auk þess sem þar er boðið
upp á viðgerðir á túrbínum. Þjónusta er
veitt fyrir öll vörumerki á díselsviðinu en
sérstök áhersla er lögð á þau merki
sem Framtak-Blossi ehf. er með umboð
fyrir, þ.e. Bosch, Denso og Delphi. Jafn-
framt viðgerðaþjónustunni rekur fyrir-
tækið varahlutaverslun fyrir díeselkerfi
og túrbínur, selur startara, alternatora,
loftpressur og loftpressuvarahluti, dælur,
bílkrana, miðstöðvarblásara, olíur og
margt fleira. Þá annast Framtak-Blossi
ehf. sölu varahluta og varahlutaþjónustu
fyrir MaK skipavélar, sem eru vel þekkt-
ar í íslenskum sjávarútvegi og er þær að
finna í mörgum fiski- og fraktskipum flot-
ans. Þjónustuna við MaK vélarnar, sem
og aðra þjónustuþætti, mun Framtak-
Blossi ehf. kynna á sjávarútvegssýn-
ingunni.
Slippþjónusta og skipaviðgerðir
við Reykjavíkurhöfn
Hjá Stálsmiðjunni Framtaki ehf. starfa
um 120 manns að jafnaði, að sögn
Bjarna, en fjölgar um nokkra tugi þegar
á þarf að halda vegna stórra verkefna.
„Stálsmiðjan Framtak er eitt öflugasta
málmsmíðafyrirtæki landsins og við höf-
um á undanförnum árum unnið að stór-
um verkefnum fyrir bæði stóriðjuna og
orkufyrirtækin. Önnur aðalstoð okkar er
þjónusta við sjávarútveginn þar sem við
tökum skip til viðgerða í upptökumann-
virkjunum við Reykjavíkurhöfn eða
önnumst viðhald og viðgerðir á skipum
þar sem þau liggja við bryggju hverju
sinni. Það á bæði við um fiskiskip sem
og fraktskipaflotann,“ segir Bjarni en
mikið er að gera í slippnum við Reykja-
víkurhöfn á þessu ári.
„Þjónustan við útgerðirnar er fjöl-
breytt, allt frá hefðbundnum botnhreins-
unum skipa og málningu upp í stærri
breytinga- og viðhaldsverkefni. Þar get-
ur verið um að ræða bæði breytingar á
skipunum sjálfum eða vinnslubúnaði.
Við getum tekið upp stærstan hluta flot-
ans, ef frá eru talin fraktskip og stærstu
togarar,“ segir Bjarni.
Stór þurrkví á Grundartanga
í undirbúningi
Á næstu fimm árum áformar Stálsmiðjan
Framtak að reisa ný upptökumannvirki
fyrir skip á Grundartanga í stað dráttar-
brautarinnar við Reykjavíkurhöfn. „Þar
ætlum við að reisa þurrkví sem verður
stærsta upptökumannvirki landsins og
gæti tekið flest ef ekki öll skip hér á
landi. Við höfum um þetta verkefni sam-
starf við Faxaflóahafnir en fyrst og
fremst undirstrika þessi áform þau mark-
mið Stálsmiðjunnar Framtaks að styrkja
okkur enn frekar í þjónustu við skipaflot-
ann,“ segir Bjarni.
framtak.is Bás G40
Þekking og reynsla í þjón-
ustu við sjávarútveginn
Bjarni Thoroddsen, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar Framtaks ehf., í dráttarbrautinni við
Reykjavíkurhöfn þar sem mikið hefur verið að gera í skipaþjónustunni í ár. Stálsmiðjan
Framtak rekur dráttarbrautina en stefnir að því að koma upp stórri þurrkví á Grundartanga
innan fimm ára.