Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 172
168
„Auknar fjárfestingar í flota Íslendinga
kalla á aukna þjónustu og betri tækni
frá tækjaframleiðendum og þessum
þörfum erum við að mæta,“ Berta Dan-
íelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og
þjónustuskrifstofu Marel á Íslandi.
„Það hefur verið spennandi að fylgj-
ast með átaki útgerða í að endurnýja
flotann okkar sem var kominn til ára
sinna í flestum tilvikum. Þetta eru miklar
fjárfestingar og það eru ekki bara nú-
tímalegri kæliaðferðir og eldsneytis-
sparnaður með breyttum skrúfum sem
skilar auknum hagnaði og frekari kostn-
aðarlækkun. Hönnun á millidekki hefur
ekki breyst mikið í áranna rás en sömu
forsendur eru þó fyrir hendi og áður.
Þörf fyrir búnað sem mætir kröfum um
lítið pláss, auðveld þrif og aukna sjálf-
virkni hefur ekkert breyst.“
Innova framleiðslubúnaður
Marel býður upp á margvíslegar lausnir
til vinnslu um borð. Allt frá stökum vog-
um til fullvinnslukerfa fyrir snyrtingu,
flökun, flokkun, skurð, pökkun og merk-
ingu. „Markmið okkar er að hámarka
nýtingu og bæta framleiðni á starfs-
mann pr. klukkustund sem svo leiðir af
sér hærra afurðaverð.“
Hugbúnaðarteymi Marel hefur þróað
Innova framleiðslubúnaðinn til að mæta
þörfum útvegsins og senda rauntíma-
upplýsingar til landvinnslunnar ásamt
því að allar skráningar eru orðnar raf-
rænar. Með rafrænum rauntímaskrán-
ingum er hægt að fylgjast með hvaða
afli er á leið í land og hvaða pantanir er
hægt að uppfylla.
Bitaskurður um borð
Á þessu ári hefur Marel þegar afhent
nokkra flokkara, endurnýjað vogir og
sett upp Speed Batcher sem setur
flokkaða afurð í fyrirfram tilgreinda vigt-
arskammta.
„Með breyttum reglugerðum á
fullvinnslu botnfiskafla sjáum við tæki-
færi fyrir íslenskan útveg að feta í fót-
spor annarra þjóða og fara í bitaskurð.
Með skurðarvél um borð væri
hægt að ganga lengra í að
útbúa þá bitaskurði sem
markaður er fyrir og auka þar
með virði afurða sem komið
væri með í land. Þegar stjórn-
völd og hagsmunaaðilar klára þessa
reglubreytingu þá verðum við í Marel
klár í bátana með margra ára reynslu og
þekktar lausnir frá þeim 200 fljótandi
vinnslum sem við höfum afhent um
heim allan, í farteskinu,“ segir Berta.
Stærðarflokkun á flökum
og heilum fiski
Meðal lausna frá Marel er flokkari til að
stærðaflokka bæði flök og heilan fisk.
Berta segir að flokkun á heilum fisk gefi
vinnslumöguleika á að ráðstafa afurð
sem er um borð í skipi miklu fyrr og
gera ráðstafanir varðandi afla sem er á
leið í land. Starfsmenn í vinnslu vita hver
stærðardreifingin er á aflanum og geta
ákveðið með þó nokkrurri vissu hvað er
t.d. hægt að selja mikið af 200-400 gr
hnökkum. Eins gerir þetta vinnslu/út-
gerð kleift að sleppa flokkun á afurð eft-
ir að afli kemur í land. Þar með verður
sú vinna óþörf að taka afurðirnar upp úr
körum og velta þeim í flokkara og aftur í
kör. Berta segir að flokkun á flökum
auðveldi sölu mismunandi stærða á
mismunandi verðum og gæðaaukningu
á afurðum sem komið er með í land. Ná-
kvæm vigtun sé auðvitað mikilvæg svo
ekki sé afhent meira en sala kveður á
um.
„Við erum einnig að selja gæðakerfi
um borð í skip þannig að hægt sé að
halda utan um skráningar rafrænt. Með
þessu móti verður óþarfi að handskrá á
dekki og færa síðar í Excel eða annað
forrit,“ segir Berta.
Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustuskrifstofu Marel á Íslandi.
marel.is Bás B30
Margvíslegar vinnslu-
lausnir um borð frá Marel
Marel
Austurhrauni 9, Garðabæ
Sími 563 8000
Fax 563 8801
marel@marel.is
Meðal lausna frá Marel er flokkari til að
stærðaflokka bæði flök og heilan fisk.