Húnavaka - 01.05.1991, Page 13
H ÚNAVAKA
11
ir út undir Hjaltabakka. Þá kallaði hann á okkur krakkana og bað
okkur að fara á móti rekstrinum, við skyldum fá eitthvað gott úr
búðinni í staðinn. Við fórum þarna 10 til 20 krakkar og gcrðum
slóð og þá var mikið betra að reka féð á cftir. Við höíöum afar
gaman af þessu.
Það var alltaf mikið fjör í kringum sláturhúsin. Eg man eftir þvi
að einhvern tíma var mikið „havarí” út af því að hleypa innan úr
vömbunum. Það voru búnar til gryíjur úl þess að hella í en þá
þurfti að bera vambirnar töluverðan spotta. Karlarnir höfðu nóg
að gera við að afgreiða féð, og þá fór ég í það að hleypa innan úr
og fékk fimm aura á vömbina. Það þótti ágætt. Burðurinn var
verstur. Maður gat verið mcð tvær í hvorri hcndi og svo var skorið
á á bakkanum.
Kjötið var látið kólna yfir daginn, en svo var unnið á kvöldin cða
snemma á morgnana við að salta. Það var allt stórsaltað í tunnur.
Fyrst var skrokkurinn klofinn með exi að cndilöngu, en síðan var
hvorum skrokkhelming skipt í þrennt. Arni frá Kringlu var góður
með exina þ\i að hann gat mænuklofið ansi vandlega. Þá var allt
hlutað sundur mcð exi. Stundum var erfitt að koma þessu í tunn-
urnar, kjötið vildi standa upp úr og þá þurfti að setja á það farg og
láta þetta bíða. Síðan voru tunnurnar slegnar til, velt út og pæklað
úti. Það var passað upp á þetta og bætt á þegar þurfti. Mig minnir
að kjötið hafi mest allt verið ílutt út sama haustið. Þá voru tunn-
urnar fluttar á hestvögnum út á bryggju, 4-5 tunnur á vagni og
einn hestur fyrir. Það var „bisniss” fyrir karlana sem áttu vagna og
hesta, en þetta var erfitt fyrir hestana.
Hvar var barnaskólinn ?
Hann var á loftinu í Tilraun. Það stóð ekkert á mannskapnum að
fara í skóla, þótti góð tilbreyting. Þá var Steingrímur Davíðsson
skólastjóri og kenndi eldri krökkunum, en Þuríður Sæmundsen
þeim yngri. Eg man efdr þ\4 að einu sinni þurfti Steingrímur að
fara suður og fékk Jón Einarsson til að taka skólann fyrir sig í
nokkra daga á meðan. Eg hafði voða gaman af því að krakkarnir
lærðu þá ekkert og komu eins og asnar í skólann. Eg las eins og
venjulega, kunni það sem ég átti að kunna og man hvað Jón þakk-
aði mér vel fyrir á eftir. Það var ljótur svipur á Steingrími þegar
hann kom og krakkarnir kunnu ekki neitt, en þau kunnu daginn
eftir.