Húnavaka - 01.05.1991, Page 15
HÚNAVAKA
13
Foreldrar þínir, hver voru þau ?
Þau voru Kristófer Kristófersson frá Köldukinn og Dómhildur
Jóhannsdóttir fædd á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Þau kynntust þegar
faðir minn var á Hólum, þá var hún þar vinnukona. Þau byrjuðu
búskapinn í Köldukinn en pabbi fékk lömunarveiki og þá voru nú
góð ráð dýr að vinna fyrir fjölskyldunni, svo að þau íluttu til
Blönduóss þar sem hann var meðal annars í mörg ár í Sparisjóðn-
um. Einnig vann hann hjá Jóni lækni í apótekinu. Þá verslaði
hann svolítið um tíma en seinna fór hann að smíða myndaramma
og ýmislegt þess háttar.
Þegar ég komst á legg hirti ég kýrnar sem voru tvær og nokkrar
kindur. Þannig vandist ég öllum verkum og tel að það hafi verið
mikill plús. Fjölskyldan haíði að mestu landbúnaðarafurðir fyrir
heimilið.
Skafti bróðir er átta árum eldri en ég. Hann átti bát sem hét
Auðunn og við rérum, fískuðum og söltuðum í margar tunnur til
vetrarins. Sumt var notað nýtt og svo var reynt að koma hluta af afl-
anum í verð, selja fólkinu í kring og þetta hjálpaði mikið til. Viö
rérum hérna úr ósnum. Við vorum fimm á og eitt sinn sem oftar
fórum við vestur á Hjalla, en það er mið vestur undir Vatnsnesi þar
sem Hjallalandshjallinn sést. Við vorum oft búnir að fiska vel.
Einn daginn var ekkert að hafa. Eg sagði við Skafta, en hann var
formaðurinn: „Blessaður, við skulum bara drífa okkur heim,
sérðu ekki hvað hann er að ganga í sjóinn”. „Það liggur ekkert á”,
sagði Skafti, en rétt strax áttaði hann sig og ætlaði að setja vélina í
gang en það tókst ekki. Friðrik Indriðason, Þramar-Valdi og Zoph-
onías Asgeirsson voru með okkur. Við Friðrik urðum að taka ár-
arnar og róa. Skafti segist taka stefnuna á Delluvík sem er innan
við Hjaltabakka. Við vorum búnir að koma þarna og vissum að þar
var ágæt lending.
Svo hvessir meira og hann eys upp stærri sjóum svo að það var ó-
mögulegt að róa. Þegar við komum upp undir víkina segir Skafti
við okkur Friðrik: „Nú leggið þið frá ykkur árarnar og látið ykkur
renna niður með sinni hvorri síðunni á bátnum til að halda hon-
um réttum þegar hann snertir land”. Við gerum þetta og það er
ekkert með það að við förum langt upp á land. Það var fylgst með
okkur því að rétt eftir að við lentum þarna og vorum komnir á
þurrt kemur mannskapur á brekkurnar fyrir ofan. „Þeir eru