Húnavaka - 01.05.1991, Page 16
14
HÚNAVAKA
hérna, þeir cru hérna”. Ég man aö Guömundur Kolka kallaði,
hann var fyrstur. Þannig var aö Þórarinn á Hjaltabakka sá okkur í
kíki og átlaði sig á aö eitthvað var að. Hann hringdi til Blönduóss
og geröi aðvart. Þá var orðið svo vont hér út úr ósnum og frá
bryggjunni að þeir þorðu ekki á bátunum til þcss að hjálpa okkur.
Nokkru síðar fórum við alveg upp aö landi í Delluvíkinni og
renndum þar á þremur föðmum í snarvitlausan fisk og fylltum svo
bátinn að það var gersamlega ekkert upp úr, \ið vorum með lapp-
irnar út af borðstokkunum. En vélin gekk og við læddumst alveg
með landi hérna aö bryggjunni. Hann var alveg kaflilaðinn bátur-
inn. En daginn eftir fór cnginn á sjó, þá var brjálað veður. Þeir
sögðu gömlu karlarnir hér áður að cf fiskaðist svona mikið á ein-
um púnkti á augnabliki, þá væri fiskurinn að flýja undan veðrinu.
Við vorum annað slagið að skaka \ið þetta í nokkur ár en hætt-
um þcgar Skafti fór að byggja upp og búa í Hnjúkahlíð.
Útræði var ekki nrikið, en þetta var samt oftast nóg handa fólk-
inu í staðnum. Einar hét karl sem réri hérna, faðir Guðrúnar konu
Zophoníasar. Hann réri á lítilli trillu og einhver mcð honum.
Hann stundaði ósinn mikið og var með bátinn inni í Blöndu og sat
stundum fastur á rifinu, en þá beiö karl bara þangað til hækkaði í.
Var laxinn ekki veiddur?
Það voru net í ánni og svo var náttúrulega lagt á alla fjöruna og
þá gat komið hvað scm var. Það var meira frjálsræði en núna. Mar-
grét í Sandinum sem kölluð var, móðir Bjarna Einarssonar og Þur-
íðar konu Þorláks, bjó í Sandhúsinu. Hún lagði frá gömlu bryggj-
unni og alveg út í ós. Það leyfði sér enginn annar að leggja net á
þennan kafla. Við lögðum fyrir innan bryggjuna til að trufia ekki
gömlu konuna. Hún var líka með reykhús og reykti fyrir íjölda
manns, lil dæmis karla framan úr Vatnsdal. Þcir voru svo að grín-
ast mcð að þeir fengju hann reyktan úr sjónum við Blönduós. Mar-
grét lagði frá landi með spíru, pínulítil kona en dugleg.
Hvab tókst þú þérfleira fyrir hendur?
Ég fór í refamennskuna. Það voru hérna þrjú refabú, tvö þeirra
stór. Refa-Björn, sem kallaður var, sá um bú hér uppi undir
Brekku. Kolka var mcð annað sem hét Silfri, og var þar sem Hér-
aðshælið cr núna. Síðan voru Páll Geirmundsson og fleiri komnir
með eitt á mclunum heldur vestar en þar scm nýja kirkjan er og ég
var fenginn til þess að sjá um það bú. Ég haíði aldrei komið nærri