Húnavaka - 01.05.1991, Page 19
HUNAVAKA
17
Fljótlega fór Jón Baldurs að tala um það við mig hvort ég vildi
ekki fara í meiraprófið, því hann sagði að Asgeir og Sveinberg
Jónsson vildu fara að hætta í keyrslunni og þá vantaði hann meira-
prófsmann í áædunarferðirnar. Það var 1942 að ég fór suður og
fór í aksturinn því að meiraprófið var í tvennu lagi, aksturinn íyrst.
Eg var ókunnugur í bænum og var hálfsmeykur við þetta en ég
þekkti mann sem keyrði á Hafnaríjarðarrútunni, Sölva Sigurðsson
frá Brekku, og hann leiðbeindi mér. Eg fór nokkrar ferðir með
honum á milli og lærði á leiðina. Síðan var ég svo heppinn að vera
einmitt látinn keyra þessa leið í prófinu. Þeir voru tveir sem próf-
uðu mig og í Kapelluhrauninu spurðu þeir allt í einu hvort þarna
væri rjúpa. Eg leit ekki af veginum en sagði: „Þið ættuð að sjá alla
rjúpnaílokkana norður í Húnavatnssýslu”. Þeir sögðu ekki meira.
Þarna ætluðu þeir að fella mig á útkikki.
Síðan tók við bóklegt nám í þrjár eða fjórar vikur. Aðalkennar-
inn var Nikulás Steingrímsson. Eg lenti í kompaníi með þrem
Skagfirðingum. A kvöldin löbbuðum við stundum niður í Austur-
stræti, vinnukonuhringinn sem kallaður var. Þetta var feikna rúnt-
ur. Þarna voru Ijósastaurar sem kallaðir voru vinnukonustaurar. Þá
sáum við skólabræður okkar. Þeir voru þar keyrandi um blindfull-
ir og vitlausir. Og það brást ekki að Lási gamli sá það á þeim og tók
þá upp. Þá höfðu einhverjir gert stílana fyrir þá og þeir gátu ekki
lesið það sem var skrifað. Þetta var heilmikil stílagerð í náminu.
Námskeiðið endaði um miðjan desember. Þá fórum við Norð-
lendingarnir í Lása gamla og spurðum hann hvernig hefði geng-
ið. ,,Eg sé um mína menn”, sagði Lási. Við þurftum ekki meira og
kvöddum með virktum.
Milli jóla og nýjárs var haldið ball niðri á Hóteli. Þar kom Jón Is-
berg og var að skemmta sér. Hann kom til mín og sagði: ,,Þú ert
búinn að ná prófinu, ég er búinn að fá pappírana”. Eg held að Jón
sé sá allra mannlegasti maður sem ég hef kynnst.
Eftir að ég tók meiraprófið fór ég áætlunarferðir í sveidrnar,
hinir voru uppgefnir. Frá þessum tímum á ég margar góðar minn-
ingar og konurnar muna efdr mér enn. Þegar þær sjá mig, koma
þær og segja: „Sæll og blessaður Sæi minn”. Mér þykir alveg dýrð-
legt að þær skuli muna þetta enn.
Eg skal segja þér nokkrar sögur frá þessum árum.
Þegar ég fór í Svartárdalinn voru Leifsstaðir endastöð. Einhvern