Húnavaka - 01.05.1991, Page 35
HUNAVAKA
33
Árnessýslu. Hann fær svar dagsett 23. febrúar 1857. Þar segir „að
útlit sé fyrir að Arnessýsla verði gjöreydd af sauðfé".
Næsta skref nefndarinnar er að ákvcða almenna kláðaskoðun til
könnunar á þ\i hvort sýkin hafi borist norður. Ekki mun hafa
fundist neitt tortryggilegt og ekkert sem gaf tilcfrii til niðurskurð-
ar. En Jósep Skaptason læknir ritar leiðbeiningarbækling um
hversu þekkja skuli sunnlenska drepkláðann frá þeim sem land-
lægur var, það er fellilús og færilús.
Annan desember 1856 fyrirskipar sýslumaður, Arnór Arnason,
kláðaskoðun og kallar til aðstoðar Benedikt Blöndal í Hvammi og
Olaf Jónsson á Sveinsstöðum. Grunað fé skuli drepið áður en
skoðunarmenn fara af staðnum. Hvað gert skuli til að fyrirbyggja
fjársamgöngur í sumar verði nákvæmar tilgreint síðar. Hinn 3.
mars 1857 tilkynnir sýslumaður um vörðinn á heiðunum og vill
ráða 45 manns til starfa til að hafa tiltæka, en þó skulu aðeins 28
vera á verðinum hverju sinni. Þessir 45 menn eru tilgreindir og
eru af nær öllu svæðinu innan Húnavatnssýslu, bæði austan og
vestan Blöndu. Vörðurinn er síðan um sumarið eins og áformað
var. Varðmönnum var gefin skipun af amtmanni, dagsett 18. júní,
að drepa hverja kind úr hinum sýktu svæðum sem fyrirfinnst inn-
an Norður- og Austuramts. Ekki verður nánar getið um þessa ein-
stæðu vörslu hér en gæti orðið gert síðar.
Þegar kemur að göngum um haustið eru réttir færðar til, þannig
að fyrst er réttað í Staðarhreppi síðan í Miðfirði, Víðidal, Vatnsdal,
Auðkúlurétt og síðast Stafnsrétt. Þessu er þannig hagað til þess að
sömu skoðunarmenn geti verið í öllum lögréttum. Þetta var á-
kveðið á fundi sýslunefndar í Hnausum 8. ágúst. Til þessarar skoð-
unar voru kvaddir, Jósep Skaptason læknir og Erlendur Pálmason
í Tungunesi. Skyldu þeir fara í allar réttirnar og stjórna skoðun-
inni. Þeim var falið að kveðja sér til aðstoðar nægilega marga
menn svo hægt sé að vakta allar dilksdyr. Ekki er þess getið að
kláði finnist, en kláðaær með lambi kemur fram í göngum á Víði-
dalstunguheiði. Hennar verður vart við Sandfell. Þessi ær var frá
Reykholti. Ekki voru þeir sem hana fundu aðgætnir og ráku hana
með öðru fé. Hún var síðan skorin ásamt lambi við Haugakvísl.
Þessi ær er talin orsökin til þess að kláðinn berst norður. I bréfi til
Arnórs sýslumanns segir Pétur Havstein, þegar Ijóst er um jól að
sýkin er víða komin í Húnavatnssýslur, að fleira muni hafa komið