Húnavaka - 01.05.1991, Page 38
36
HÚNAVAKA
ar hann veit að hann getur átt von á heimsókn skurðarmanna
hvenær sem er. Sér hann fá ráð önnur en það dirfskubragð sem
hann nú beitir og er svo óvenjulegt aö það öllu öðru fremur held-
ur nafni hans á lofti enn í dag. Hann ákveður að reka sauði sína
suður í Arnessýslu eða eftir því sem gefur til ferðar. Þess vegna
undirbýr hann ferð sfna, járnar hesta og tekur til það sem til ferö-
ar þarf. Hins vegar lætur hann í vcðri vaka að hann þurfi til Skaga-
strandar að sækja tunnur og salt.
Hann hafði látið gera fjárhús í Stóradalsseli fyrir um 300 fjár. Þar
haíúi hann sauði sína. Það sem til farar þurfti lét hann flytja í sel-
ið. Enginn á hans heimili mun hafa vitað fyrirætlan hans fyrir utan
Sveinn sonur hans og ráðskona. Tveimur mönnum gerir hann orð
að hitta sig á þriðja í páskum. Þeir eru: Sigurður Jónsson Syðri-
Löngumýri og tengdasonur hans, Benedikt Jónsson á Mosfelli.
Brugðust þeir báðir vel við kalli.
Hinn fjórða dag páska eða 8. apríl er síðan lagt á heiðina. Eng-
inn þarf að efast um aö dagur var tekinn snemma. I förinni eru
þessir menn: Kristján Jónsson bóndi í Stóradal 59 ára, Sveinn son-
ur Kristjáns 27 ára, Benedikt Jónsson Mosfelli 34 ára og Sigurður
Jónsson vinnumaður Stóradal, bróðir Benedikts á Mosfelli. Auk
þess var fylgdarmaður fyrsta daginn, Sigurður Jónsson Syðri-
Löngumýri, en við Sandá sneri hann við. Mun Kristján hafa beðiö
hann að fylgja sér af stað og talið öryggi að hafa aukamann ef eitt-
hvað gengi úrskeiðis.
Ekki eru ítar'legar heimildir um sjálft ferðalagið en Björn Ey-
steinsson segir svo frá: „Hey höíðu þeir á fjórum hestum. Þeir
lögðu suður öræfin til Arnessýslu. Þeir fengu ágætt veður og rifa-
hjarn en hvergi sá til haga. Fyrsta daginn komust þeir að Sandá,
man ekki um annan náttstaðinn, sá þriðji var í Hvítárnesi og
fjórða daginn komust þeir ofan undir byggð.“
Þetta er mjög í samræmi við það sem kom fram í réttarhaldi, að
þeir hafi verið fjóra og hálfan dag á leiðinni. Kristján lagði af stað
með 287 sauði. Tveir drápust á leiðinni, annar úr steinsótt, en 285
komust alla leið. Hann kom að Haukadal íyrst bæja. Þar bjó þá
Sigurður Pálsson. Þeim var vel tekið og semst svo um að Sigurður
taki sauðina til varðveislu þar til þeim verði slátrað að hausti. Svo
er látið heita að Sigurður kaupi sauðina en þó fer engin greiðsla
fram og ekki gert ráð fyrir öðru en Kristján fái sauðina aftur. Til
\