Húnavaka - 01.05.1991, Page 39
H UNAVAKA
37
hausts veröi þeir í öruggri vörslu á daginn og grindum á nóttum.
Svein son sinn skildi hann eftir til að gæta sauðanna. Auk þess
skrifaði hann tvö bréf til stjórnvalda syðra og bað um samþykki
þcirra tíl þessarar ráðstöfunar og sauðirnir mættu vera þar sem
þeir voru komnir. Þessi bréf voru boðsend suður en svar ekki kom-
ið, enda viðdvöl Kristjáns stutt og hann íljótur í ferð.
Annan sunnudag eftir páska er hann heim kominn og fer tíl
kirkju í Bólstaðarhlíð. Hefur þá ferðin öll tekið 8 eða 9 daga. Er
hann þá glaðbeittur mjög og hreykinn yfir ferð sinni suður. Segir
enga hafa umráð sinna sauða utan hann sjálfur og jafnvel ekki
sjálfur kóngurinn. Hefur hann jafnframt orð um að hann hafi lof-
að Tungnamönnum að selja þeim 40 ær og kaupa eitthvað til við-
bótar, en þá var orðið mjög fátt um sauðfé í Biskupstungum.
Ekki eru allir ánægðir með tiltektir Kristjáns og honum hugsað-
ar búsifjar nokkrar. Hinn 29. apríl er réttarhald að Ytri-Ey. Þar er
mættur presturinn í Bólstaðarhlíð, Hinrik Hinriksson, og sátta-
semjarinn, Jónas Einarsson á Gili, auk þeirra Jóhannesar Guð-
mundssonar á Gunnsteinsstöðum og Erlendar Pálmasonar í
Tungunesi. Rétturinn spyr þá Hinrik prest og Jónas á Gili ná-
kvæmlega um orð Kristjáns við Bólstaðarhlíðarkirkju. Þykja áform
Kristjáns um suðurrekstur á ám hið alvarlegasta mál, því að ærnar
mundu leita aftur til átthaganna. I lok réttarhaldsins biður sýslu-
maður að benda sér á menn „sem hefðu bæði hug og dug og aðra
hæfileika tíl að halda vörð fyrir framan Stóradal nótt og dag.“
Akvað dómarinn hverjir voru tilkvaddir. Tilnefndir tíl vörslunnar
voru: Jón Hjálmarsson Steinárgerði og Pétur Jónsson Kóngsgarði,
ásamt Arna Péturssyni í Litladal og Sigurði Jónssyni Syðri-Löngu-
mýri. Kaup var ákveðið tveir ríkisdalir á dag og var tíminn ákveð-
inn þar til 5 vikur væru af sumri. Ekki er þess getíð hver greiða
skuli kostnaðinn en eftír því sem síðar kemur fram er Kristjáni ætl-
að að greiða hann, enda enginn sjóður sem myndi telja sér það
skylt. Jafnframt ákveður dómarinn að höfða mál gegn Kristjáni fyr-
ir suðurrekstur á sauðum. Var Kristjáni meðal annars gefið að sök
að vera með ósvífið stærilætí að suðurferð lokinni.
Hinn 6. maí 1858 ritar Kristján sýslumanni, Arnóri Arnasyni (A.
Arnesen), eftirfarandi bréf: „ Þar eð mér þykir mjög óviðkunnan-
legt að vera settur undir varðhald fremur öllum öðrum í sýslunni,
þá leyfi ég mér í undirgefni að biðja yðar velborinheit að afturtaka