Húnavaka - 01.05.1991, Page 41
H ÚNAVA KA
39
ir um óvöndugheit Kristjáns í Stóradal og jafnvel þjófnað. Tínir
hann ýmislegt fram, sem þó festir lítiö hönd á. Greinilega er Krist-
jáni í engu hlíft og fram er dregið það sem hægt er. Réttarhald
stendur til kvölds. Næsta dag, 20. maí, er réttur settur á Auðkúlu.
Er Kristján þá kvaddur fyrir réttinn. Er honum þá tilkynnt skipun
amtmanns um að hefja mál gegn honum fyrir suðurrekstur sauð-
anna. Framburður Kristjáns er bókaður þannig: „Aðspurður fram-
ber hann, að hann hafi fjórða dag páska lagt upp með sauði sína,
snemma morguns, 287 að tölu og rekið suður íjöll. Misst tvo á leið-
inni. Einn úr bólgusótt, en hinn varð eftir skammt fyrir sunnan
Stóradalssel. Fannst seinna dauður af dýrbiti. Hann hafði því kom-
ið suður með 285. Þar hafi hann samið við Sigurð Pálsson hrepp-
stjóra í Haukadal um varðveislu sauðanna í sumar svo enginn
þeirra kæmi aftur norður. Einnig kvaðst hann hafa skilið eftir
Svein son sinn til að hjálpa við varðveislu þeirra ásamt Iveimur eða
þremur af heimamönnum. Sauðirnir skyldu geymast í grindum á
nóttunni. Hann hafði og samið um þetta við þrjá hreppsnefndar-
menn fyrir utan Sigurð sjálfan og einnig selt þeim sauðina í sum-
ar, en þó án borgunar og mundu J^cir selja sér þá aftur í haust, því
áformað væri að hann færi með sauðina til slátrunar eða a.m.k.
hluta þeirra, en nokkur hluti þeirra kunni að verða seldur
Tungnamönnum til slátrunar vegna bjargarskorts þar. Þetta var
samkvæmt ósk sveitamanna, því 45 bæir voru sauðlausir vegna
kláðafársins og aðeins 13 ær höfðu lifað eftir í Haukadal, en þó
sást kláðinn í einni þeirra næstliðinn pálmasunnudag. I ferðinni
hafði hann haft með sér, Svein son sinn, Sigurö Jónsson vinnu-
mann sinn, Benedikt Jónsson bónda á Mosfelli og Sigurð Jónsson
Syðri-Löngumýri, sem þó haiði ekki farið lengra heldur en nokk-
uð fram á heiðina og snúið þar aftur. Allir höíðu þessir menn far-
ið eftir sinni bón. Jafnframt þessu viðurkenndi hann áður fram-
lagt bréf og honum nú upplesnu. Bréf Erlendar frá 26. fyrra mán-
aðar að því leyd honum viðkom. Þó svo hann hefði skrifað etasráð
Jónassen sem bréfið hermir, ekki úr Tungunum, heldur heiman
frá sér úr Stóradal, eftir heimkomuna að sunnan, en landfógeta
Finsen hafði hann skrifað úr Tungunum eins og í bréfinu stæði.
Einnig viðurkenndi hann eins og í bréfrnu hermir, loforð sitt við
sunnanmenn um 40 ær frá sjálfum sér og að útvega þeim ær og
gimbrar til viðbótar. Þessu hafði hann lofað að svo miklu leyti sem