Húnavaka - 01.05.1991, Page 42
40
HUNAVAKA
það mætti eiga sér stað. En þar sem hann heíði látið berast út að
hann ætlaði sjálfur að reka féð suður heíði hann bætt því við að
hann heíði ekki önnur ráð ef haldið yrði áfram áreitni \ið sig af
hreppstjóranna hálfu, þeirra Erlendar og Jóhannesar. Mcð þessu
haíði hann einkanlega meint að ef hreppstjórarnir vildu fram-
fylgja þeirri skikkun sýslumannsins sem þeir kváðust hafa með
höndum til þess að skera þær eftirverandi geldkindur í Stóra-
dal.“
Þá er Kristjáni einnig upplesinn framburður þeirra séra Hinriks
og Jónasar Einarssonar á Gili 29. fyrra mánaðar og neitaði hann
að hafa sagt sem svo, að hann skeytti cngu um bann á móti rekstr-
um suður, heldur hitt að hann þekkti ekkert bann þar á móti.
Hann hefði sagt sem svo að enginn, jafnvel ekki kóngurinn, heíði
vald til að drepa skepnur sínar heilbrigðar. Þar næst framlagði
dómarinn bréf Krisþáns frá 6. þessa mánaðar þar sem hann biður
um að vörðurinn sé upphafinn, kom þá fram neitun í árituðu svari
dómarans þann 7. þessa mánaðar og tilkynnti hann Kristjáni jafn-
framt það framkomna álit allra þeirra sem mætt hafa í málinu um
nauðsyn á verðinum ellegar einhverri annarri tryggingu gegn fjár-
rekstri suður frá Stóradal, meðan hann væri ekki leyíður. Jafn-
framtbenti dómarinn honum á, að einungis bréflegtveð í fasteign
væri ekki nægjanleg trygging, heldur aðeins peningaupphæð af-
hent í réttarins vörslu í geymslu, sem síðan yrði skilað aftur þegar
útséð væri um að ekki þyrfti lengur á tryggingu að halda og bann
vséri upphafið gegn fjárrekstrum út úr þessari sveit. Ef bannið væri
brotið af Kristjáni, þá falli upphæðin til þess opinbera. En eftir
orðum hreppstjóranna hér í réttinum viðHkjandi mögulegum
lambarekstri Kristjáns suður á fjöll til vöktunar þar, þá skal því slík-
ur rekstur einnig meðtalinn bönnuðum fjárrekstrum út úr Svína-
vatnshreppi, nema því aðeins að sveitarmönnum verði leyfð
lambavöktun á íjöllum uppi. Bókun upplesin, síðan vék Krisyán út
um sinn.
Næstur var yfirheyrður Sigurður Jónsson, Stóradal. Hann kvaðst
fátt vita annað en það, að eftir Hólanesfund hefði Kristján sagt sér
að hann hefði lofað amtmanni að skera geldfé sitt en ekki hefði
hann útþrykkilega sagt að hann ætlaði að skera allt.
Varðandi vörslu sauðanna fyrir sunnan vissi hann það aðeins að
Sveinn hefði orðið eftir syðra, til þess að líta eftir vörslu þeirra þar