Húnavaka - 01.05.1991, Side 44
42
H UNAVAKA
í Goðdölum sagt sér viðvíkjandi valdskurðinn. Þrátt fyrir þetta lof-
orð sitt hefði hann þó ckki ætlað sér að skcra meira en hann heíði
skorið. Hann hefði lofað þessu af þ\4 hann hefði engan veg séð til
aö komast undan öðrmísi og þess vcgna kallaði hann sig mjög
þvingaðan þar til.
Ennfremur var það afráðið um vörðinn, að ef Kristján \dldi held-
ur sæta því að afhenda í réttarins geymslu 400 ríkisdali, skyldi
vöröurinn mcð öllu upphafinn strax og pcningarnir væru komnir
í vörslu sýslumanns á hans heimili á Ytri-Ey. Þeim skyldi skilað aft-
ur strax og banninu við fjárrekstrum suður yrði aflétt og í síðasta
lagi á veturnóttum. Hins vegar ef Kristján skyldi brjóta bannið fyr-
ir veturnætur, þá skyldi öll summan fallin til þess opinbera. Bókun
upplcsin fyrir Kristjáni og fleirum. Hann síðan vcik út.
Næsta dag 21. maí er réttarhaldi framhaldið. Erlendur í Tungu-
nesi biður bókað, að Kristján hafi haft óviðkvæmileg orð um sig,
þ. e. að hann ætti ekki von á ööru en því versta frá Erlendi og af-
sagt að hlýða honum, enda heíði Erlendur gert ýmis afglöp. Er-
lcndur kveðst ekki hafa gert annað en skyldu sína, að fá hann til
að hlýða fyrirskipuðum skurði. Að ööru leyti fór þessi þriðji dagur
réttarhaldanna til að kanna réttmæti ásakana Jóhannesar hrepp-
stjóra á Gunnsteinsstöðum. Ein ásökunin var sú aö þcgar Kristján
bjó á Snæringsstöðum heíði komið heim aö Grund, að vorlagi,
geldingur blóðmarkaður undir mark Kristjáns. Fyrir réttinn kom
ekkjan, Sigurbjörg Jónsdóttir á Grund. Kvað hún þetta rétt vera,
að geldingurinn hafi komið heim blóðmarkaður undir mark Krist-
jáns. Hann hefði sagt að geldingurinn hefði mismarkast á þann
hátt, að hann heíði fengið landskuldargemlinga frá Kirkjubæ og
hann hefði talið aö þessi gemlingur væri einn þeirra. Gcmlinginn
hefði hann síðan grcitt manni sínum fullu verði. Síðan heíði hann
gefið sér þennan sama sauð Jrriggja vetra gamlan. Aðrar ásakanir
reyndust líka haldlitlar og ekki ástæða til að tína fram hér. Réttur-
inn ákveður að halda verðinum fyrir framan Stóradal áfram, bæði
til þess að varna suðurrekstri og til Jress að gera ]:>á fyrirskipuðu en
stórlega ábótaveröu fjárpössun í Stóradal. Málinu síðan frestað eft-
ir látlausar yfirheyrslur í þrjá daga. Er þar með lokið lengsta rétt-
arhaldi í húnvetnskri réttarsögu. Það vekur athygli við þetta réttar-
hald, að ekki er kallaður fyrir réttinn fyrr en á öðrum degi, sá sem
réttarhaldið snýst um, Kristján Jónsson, lieldur er kallaður fyrir