Húnavaka - 01.05.1991, Page 45
HUNAVAKA
43
rctUnn maður sem ber sakir á Kristján sem cru mcð öllu ó\dðkom-
andi því máli sem réttarhaldiö snýst um. Enda haíði Kristján ckki
brotið lög mcð þva að reka sauöi sína suður fjöll, heldur aðeins til-
skipanir amtmanns sem höfðu stuðning sinn í stcrku fylgi heima í
héraði og raunar í öllu amtinu, en lagagildi höíðu þær ekki.
Hinn 8. júní er réttur settur í máli Kristjáns í Bólstaðarhlíð. Auk
sýslumanns Arnórs Arnasonar er þar mættur Pétur Havstein amt-
maður, Jósep Skaptason læknir og Olafur Jónsson hreppsyóri,
Svcinsstöðum. Krisþán er í upphafi krafinn um 400 ríkisdala
tryggingu, gegn því að hann reki suður að nýju. Þcssu neitar Krist-
ján alfarið sem f)Tr, nema gegn tryggingu þess að hann fái féö
endurgreitt ef hann ekki gcrist brotlegur gcgn banni við suður-
rekstri. Eftir nokkrar umræður cins og segir í bókun réttarins:
„lofar Kristján aö afhenda sýslumanni 150 ríkisdali til greiðslu
kostnaðar við vörðinn fyrir framan Stóradal innan 14 daga, en í
móti er lofað að verðinum skuli þar með lokið“. Þá lofar Krisján
að kosta þriggja manna vörslu á Kili í sumar til varnar því að sauð-
irnir renni norður og auk þcss cinn mann fyrir framan Svínadal.
Ennfremur lofar Kristján að passa fé sitt á fyrirskipaðan hátt. Ef
vörslufé ekki greiðist á þann hátt sem samkomulag var um, skyldi
gert fjárnám í eignum Kristjáns á hans kostnað. Til tryggingar
gegn suðurrekstri fjár frá Stóradal skyldi leggja fram tryggingu
300 ríkisdali. I stað þess að Krisyán greiddi fram féð ábyrgðist
Jósep Skaptason að þeir skyldu greiddir ef tilefni væri til. Mcð
þessari dómssátt er þessum málum lokið í dómsmálabókum. En í
raun er þeim ekki lokið að fullu.
Hinn 7. september er Kristján kominn til Reykjavíkur. Hcfir
hann þá verið að farga sauðum sínum. Þá ritar hann tvö bréf. Ann-
að til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn þar scm hann kvartar yfir
meðferð sýslumanns, og þó einkum amtmanns á sínum málum.
Samrit af þessu bréfi sent amtmanni. Þessi bréf aíhendir hann
sýslumanni, Páli Melsteð og tekur kvittun f)TÍr. Síðan gerist það
snemmaí desember 1858 að Kristjáni berststcfna frá amtmanni til
greiðslu kostnaðar við vörsluna milli jökla, samtals rúmlega 400
ríkisdalir. Stefnan var birt af hreppstjóra Jóhannesi Guðmundssyni
og Erlendi Pálmasyni Tungunesi. Kristján biður um frest þar til
svar berst frá Kaupmannahöfn. Telur hann frestinn liæfilega á-
kveðinn 20 vikur. Þetta voru mikil viðurlög sem Kristján var kraf-