Húnavaka - 01.05.1991, Page 46
44
HUNAVAKA
inn um, en hvert framhaldið var er svar barst frá Kaupmannahöfn
er óljóst. Eftir því sem æda má hafa stjórnvöld ckki talið Kristján
brotlegan. Þeirra stefna var ckki niðurskurður, heldur lækningar.
Ekki er hægt að ganga fram hjá því að minnast frekar á umtalað-
an suðurrekstur á ám. Ekki er að efa að sú hugmynd er runnin frá
Tungnamönnum. Þörf jreirra til að fylla í það skarð sem orðið var
eða öllu heldur auðn á mörgum bæjum og þörf þeirra fyrir mál-
nytu yfir sumarið. I bjartsýni sinni ráðgerir Kristján að reyna þessa
áhættusömu ferð, sem hclst gat gerst áður en snjóa færi að leysa
og þeim mun erfiðari scm nær drægi burði. Að sjálfsögðu var
Kristján löngu hættur að hugsa um aðra suðurferð þegar réttar-
híildið er í Bólstaðarhlíð 8. júní. Enda kemur jrað fram í bókun að
hann hafi ritað Sigurði í Haukadal, að hann sé ekki væntanlegur.
Þó að það yrðu hlutskipti þessara manna, Krisþáns í Stóradal og
Péturs Havstein að vera í andstöðu hvor við annan, þá voru þeir
hvor um sig afreksmenn. Kristján dugmikill og fyrirhyggjusamur
bóndi, sem verður auöugastur manna í Húnajhngi og þó víðar
væri leitað. Sem embættismaöur ræðst Pétur Havstein í það stór-
virki að stöðva kláðann og forða Norður- og Austuramti þessu fári,
sem þýddi í raun fjárfclli.
Veturinn 1859 er talinn sá erfiðasti og snjóþyngsti á þeirri öld og
skorti jró ekki harða vetur. Hinn 30. apríl 1859 segir Norðri sem
gefinn var út á Akureyri m.a. frá harðindunum: „Heyþröng er
mikil í Húnaþingi. Þrír bændur eru tilnefndir sem orðið hafa
bjargvættir gegn felli. Þeir Krisyán Jónsson í Stóradal, sem hefur
tólf hundruð fjár og hundrað hrossa á fóðri. Runólfur Ólsen á
Þingeyrum sem hafði þúsund fjár á fóðri og hundrað hrossa og
Jón Sigurðsson á Lækjamóti sem hafði svipað á fóðri.“ A Lækja-
móti var allt sauðfé skorið veturinn áður vegna kláðans og þess
vegna sauðlaust.
Sagnir eru til um að Kristján átti heyfúlgu mikla sem var í fyrn-
ingum ár frá ári og kölluð Skjaldbreið. Þetta vor hvarf hún með
öllu. I sama blaði segir frá skyrgjöfum þeirra Jóseps Skaptasonar
og Runólfs á Þingeyrum til sauðlausra bænda sumarið áður, 40
tunnur af skyri frá hvorum og peningagjöfum frá Kristjáni í Stóra-
dal í sama skyni. Enda jDÓtt þessar tölur séu varla nákvæmar, er
ekki líklegt að þær séu óábyggilegri en gerist með blaðafregnir.
Sagnir hermdu að Kristján Jónsson heíði gefið fátækum bændum