Húnavaka - 01.05.1991, Page 47
HUNAVAKA
45
í Sveinsstaða- og Þorkelshólshreppi hundrað lömb og falið hrepp-
stjórum að skipta þeim. Samtímaheimild segir aö þessi lömb hafi
verið 40 og verður það að teljast réttara.
En fleira verður til ágreinings \ið Kristján en suðurrekstur
sauða. Hinn 30. nóvember 1858 er amtmanni sent kærubréf á
hendur Kristjáni, frá tveimur tengdasonum Ingibjargar, síðari
konu Kristjáns og tveimur sonum hennar. Þcir sem senda kæru-
bréfið eru tengdasynirnir, Erlendur í Tungunesi og Jón í Sólheim-
um, og synir Ingibjargar, Andrés Þorleifsson og Sveinn Þorleifs-
son. I þessu bréfi saka þeir Kristján um undanskot eigna og vænt-
anlega tilraun til eríðasvika við sig, meö því að vcðsetja jörðina
Stóru-Seilu, Knudsen kaupmanni á Hólanesi f)rir 1400 ríkisdali,
án þess að hafa tilefni til eða taka á móti nokkurri greiðslu. Þegar
þctta gerist er Ingibjörg enn á lífi. Þegar dagsetning kærunnar er
höíð í huga verður ekki annað séð en vcriö sé aö lcita að sakarefn-
um á Stóradalsbóndann. Veðskuldabréf Jrctta er til og geymt í
skjalasafni Þjóðskjalasafns. Þcgar Knudsen kaupmaöur finnur aö
eitthvað er athugavert og jafnvel eigi að nota bréfiö í vafasömum
tilgangi, \ill hann ckki hafa Jrað undir höndum og afhendir þaö
sýslumanni. Verður ekki annað sagt en að fyrirhyggja sé um erfða-
málin frá báðum aðilum. Ingibjörg deyr síðan skömmu síðar eða
1859. Fara Jná fram opinber skipti á búi Jreirra. Þá er Arnór sýslu-
maður á Ytri-Ey látinn og eftirmaður hans, Kristján Kristjánsson
sýslumaður á Gcitaskarði, framkvæmir skiptin. Er þá greinilega
ekki eftirgefið af hálfu erfingja. Kristján fer í málssókn vegna þess-
ara skipta sýslumanns. Dómkröfur Kristjáns eru þær að undanskil-
in skiptum skuli vera Mosfell og nokkurt lausafé, samtals að verð-
mæti rúmlega þúsund ríkisdalir. Þetta hafi verið hcimanmundur
dóttur sinnar Kristínar, sem aldrei hafi komið í sameiginlcgt bú
þeirra Ingibjargar. Málið var dæmt í Landsyfirrétti. Þar féll dómur
á þá leið að dómkröfur Krisljáns eru að fullu teknar til greina og
sýslumanni gert að taka upp skiptin að nýju.
Það er ekki tilgangur þessarar grcinar að rita æfiminningu. En
nokkurra æfiatriða skal þó getið.
Kristján Jónsson var fæddur á Eiðsstöðum í Blöndudal 1799. Dá-
inn í Stóradal 26. maí 1866. Foreldrar hans voru Jón Jónsson
bóndi á Eiðsstöðum og síðar á Snæringsstöðum og kona hans Sig-
ríður Jónsdóttir. Hann ólst upp í foreldrahúsum. Hóf rúmlega tví-