Húnavaka - 01.05.1991, Page 50
UNNAR AGNARSSON, Blönduósi:
Gengið með Giljárgili
Á síöasta ári þcgar ég birti grein mína um gönguferö á Horn-
strandir komum við okkur saman um aö reyna á næstu árum að
kynna markverða staöi og stutlar gönguleiðir í Húnavatnssýslu.
Þegar þctta var rætt nánar þóui tilvalið að byrja á þeim stað sem
ætti að vera ílestum aðgengilegur og stutt frá þjóðveginum. Það
var komið talsvert fram á sumar þegar við Stefán ritstjóri lögðum
lcið okkar fram að Stóru-Giljá og var ætlunin aö skoða Giljárgil.
Við byrjuðum á því að þiggja góðgerðir á Stóru-Giljá þó livorki
værum við langt að komnir né hraktir. Erlendur Eysteinsson
bóndi var tilbúinn að segja okkur frá því er hann \issi í sambandi
við gilið.
Fyrst barst talið að rafstöðinni sem þeir bræðurnir, Sigurður og
Jóhannes Erlcndssynir, létu rcisa í gilinu og var tekin í notkun
1930. Umsjón með því verki hafði Oskar Sövik, norskur rafmagns-
verkfræðingur, sem hafði ílust til Blönduóss, á vegum Svcins Run-
ólfssonar. Rafstöðin var mikið mannvirki og gat framleitt um 12
kW. Það var sprengt í gegnum ranann og stcyptur garður mcð
pokasteypu þvert yfir ána ofan við ranann. Á þessum garði var um
eins og hálfs mctra breitt skarð og fals í steypuna sitt hvoru megin.
I þessi föls var rennt niður plönkum til þess að fá vatniö til að
renna inn í þróna, og það síðan lcitt í röri niður í stöðvarhúsið,
sem stóð fyrir neðan ranann.
Það var oft erfitt aö gæta stöðvarinnar, sérstaklega á haustin þeg-
ar vont var veður. Þurfti þá oft aö vaka allan sólarhringinn til þess
að lileypa krapinu framhjá. En þcgar áin var lögð þurfti aldrei að
líta á hana. Rafmagnið var notað bæði til ljósa, eldunar og til upp-
hitunar. Einnig flutti Jónas Bergmann frá Marðarnúpi, árið 1930,
að Stóru Giljá og setti upp trésmíðavélar í kjallaranum og notaði
rafmagnið til þess að knýja þær. Þcssar trésmíðavélar voru notaðar
fram undir 1965 er Guðmundur Bergmann, sonur Jónasar flutti
fram að Oxl. Þarna voru smíðuð amboð, líkkistur, gluggar, liurðir,