Húnavaka - 01.05.1991, Side 57
HÚNAVAKA
55
að rafstöðinni, sem stendur skammt neðan við Ranafoss og sagt
hefur verið frá. Allbreið grasrönd er ofan við ranann og er ekki
erfitt að komast þangað niður og skoða stífluna sem gerð var í ána
með pokasteypu, þó nokkuð sé farið að sjá á henni. Stöðvarhúsið
sjálft, þróin og pípan þar á milli er allt til staðar ennþá. I berg-
veggnum neðan við Ranafoss er hellisskúti, sem hefur á síðustu
árum fyllst að hluta af sandi, vegna þess að fossinn er allur kominn
norðan í gilið núna, en var að mestu að sunnanverðu.
Ofan við Ranann er gilið nokkuð hlykkjótt og í því margar ílúð-
ir og smáfossar sem ekki hafa ákveðin heiti. Skammt fyrir ofan
fyrstu bugðuna er klettabrík, beggja megin frá, út í gilið og er talið
að þar hafi verið brú yfir, sem nú er fallin niður. Ut á þessa kletta-
brík hlupu þeir bræður, Eysteinn og Jóhannes, á sínum æskuárum
ef átti að hirta þá þegar þeir gerðu eitthvað af sér og hentu sér útaf
sinn hvoru megin og tóku saman höndum og sögðust mundu
sleppa ef einhver reyndi að nálgast þá. Og ef einhver reyndi,
slepptu þeir annarri hendinni og sluppu þeir alltaf við refsingu
með þessu móti. Sigurður var ekki eins ódæll.
Bríkin er mjög hvass en nánast grasi gróinn bergveggur sem
gengur þvert á gilið. Ofan hennar er Bríkarfoss, frekar breiður og
ekki mjög hár. Hægt var að láta sig síga út af flötinni fyrir ofan
Bríkina og niður í gilbotn og skríða á bak við fossinn. Þar beint á
mótí heitir Stekkur og eru þar gömul tóftarbrot.
Nú er stutt eftir af gilinu og þó tveir fossar. Er þar Efstifoss,
stærstí fossinn í gilinu, og jafnframt fallegasti. Lítill vandi er að
komast út á eyrina neðan hans, en þar vex víðir og talsvert af eyr-
arrós og er mjög fallegt þar eftir mitt sumar þegar allt er í blóma.
I botni árinnar er að fínna margs konar steina suma mjög fallega
og vel slípaða. Skammt neðar er minni foss sem er nafnlaus en á
brún hans er mikið Grettistak.
Ofan við Efstafoss var Eysteinn á Beinakeldu byrjaður að undir-
búa virkjun og má sjá þess merki enn í dag. Þar aðeins ofar, norð-
an ár, er Norðlingahvammur. Þar var alltaf farið yfir ána og síðan
upp Reykjabraut, eða á suðurleiðina hjá Brekkukoti.
Þarna endar neðra gilið og byrjar efra gilið skammt ofan Beina-
keldu og er mest við svokallaða Tæpugötu, þar sem Reykjabrautin
gamla lá á brúninni. Þar er Tæpugötufoss. Hvorugt gilið getur
kallast hrikalegt. Þau eru miklu fremur vinaleg, talsvert mikið gró-